Ferill 917. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1438  —  917. mál.




Fyrirspurn


til utanríkisráðherra um flugvélar og sjóför sem borið geta kjarnavopn.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hvernig er háttað eftirliti með friðlýsingu Íslands og íslenskrar landhelgi fyrir kjarnavopnum?
     2.      Hvert er verklag ráðuneytisins þegar samráð er haft um komur flugvéla og sjófara erlends herafla, sérstaklega hvað varðar yfirlýsta stefnu um friðlýsingu fyrir kjarnavopnum? Hvaða skoðun fer fram í hverju tilviki til að tryggja að stefnan sé virt?
     3.      Hafa fulltrúar íslenska ríkisins fullan aðgang að öllum hlutum öryggissvæðisins á Keflavíkurflugvelli eða þeim flugvélum og sjóförum erlends herliðs sem hafa viðdvöl á landinu og innan íslenskrar landhelgi?
     4.      Hversu oft hefur verið haft samráð við ráðuneytið um komur flugvéla og sjófara undanfarin fimm ár? Þess er óskað að svarið sé greint eftir árum og að fram komi fjöldi farartækja, upprunaríki þeirra og hvort um var að ræða flugvél, skip eða kafbát.
     5.      Hversu oft á undanförnum fimm árum hafa ríki sem búa yfir kjarnavopnum átt samráð við íslensk stjórnvöld um för eða viðdvöl kafbáta sem borið geta kjarnavopn í gegnum íslenska landhelgi? Svar óskast greint eftir árum og upprunaríki kafbáts. Hafi slíkir kafbátar farið um eða haft viðdvöl í íslenskri landhelgi, getur ráðherra fullyrt að þeir hafi ekki verið búnir kjarnavopnum?
     6.      Hefur Keflavíkurflugvöllur verið notaður, eða stendur til að nota hann, í tengslum við flutninga vegna þeirrar uppfærslu sem stendur yfir á kjarnaoddum Bandaríkjanna sem staðsettir eru í herstöðvum í Evrópu?
     7.      Getur ráðherra staðhæft með fullri vissu að ekki hafi verið kjarnavopn á Íslandi eða í íslenskri landhelgi einhvern tíma undanfarin fimm ár?


Skriflegt svar óskast.