Ferill 973. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1521  —  973. mál.




Fyrirspurn


til matvælaráðherra um samanburð á framleiðslu á innlendu og innfluttu kjöti.

Frá Ingibjörgu Isaksen.


     1.      Eru sambærilegar kröfur og reglur um aðbúnað, heilbrigði og velferð dýra við framleiðslu á innlendu og innfluttu kjöti? Ef ekki, hvaða umframkröfum og reglum þurfa innlendir framleiðendur að lúta?
     2.      Ef gerðar eru strangari kröfur til framleiðslu á innlendu kjöti, hefur þá verið greint hver umframkostnaður vegna þeirra krafna er við innlenda kjötframleiðslu í samanburði við framleiðslu á innfluttu kjöti? Svar óskast sundurliðað eftir framleiðslutegund.
     3.      Eru mismunandi kröfur gerðar varðandi sýklalyfjanotkun við framleiðslu á innlendu og innfluttu kjöti? Ef svo er, þá hverjar?
     4.      Hversu mikið magn er notað af sýklalyfjum við framleiðslu á innlendu kjöti annars vegar og innfluttu kjöti hins vegar?
     5.      Hefur ráðherra áform um að merkja sérstaklega kjöt sem er meðhöndlað með sýklalyfjum í fyrirbyggjandi skyni eða upplýsa neytendur um slíka sýklalyfjanotkun með einhverjum hætti? Ef ekki, hver eru rökin fyrir því?
     6.      Er ráðherra tilbúinn til þess að beita 2. málsl. 25. gr. laga um velferð dýra, nr. 55/2013, og takmarka eða banna innflutning eða dreifingu dýraafurða sem eru framleiddar í andstöðu við lög um velferð dýra? Ef ekki, hver eru rökin fyrir því?
     7.      Hefur verið fylgst með og skráð hvort innlend framleiðsla á kjöti hafi dregist saman samhliða auknum innflutningi á kjöti síðustu 10 ár? Ef svo er, þá er óskað eftir sundurliðuðu svari eftir árum og framleiðslutegund. Ef ekki, er fyrirhugað að halda utan um slíkar upplýsingar með einhverjum hætti?


Skriflegt svar óskast.