Ferill 826. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1538  —  826. mál.




Svar


matvælaráðherra við fyrirspurn frá Andrési Inga Jónssyni um villidýralög og sjávarspendýr.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Mun ráðherra leggja til að málefni sjávarspendýra verði færð undir lög um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, með því frumvarpi sem samkvæmt svari umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra (þskj. 1224, 696. mál) er gert ráð fyrir að verði á þingmálaskrá næsta vetrar?

    Ráðuneytið telur skynsamlegt að um málefni lífrænna auðlinda hafsins og hafsbotnsins og veiði og lífríki í ám og vötnum ásamt ráðgjöf og eftirliti fari saman málefni verndunar og nýtingar. Ekki hefur farið fram frekara samtal á milli ráðuneyta um flutning málefna sjávarspendýra frá ráðuneytinu yfir til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis og breytingar á núverandi fyrirkomulagi hafa ekki verið ákveðnar. Nánar er vísað til fyrra svars við fyrirspurn á 152. löggjafarþingi (þskj. 321, 225. mál).