Ferill 999. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1584  —  999. mál.
Fyrirspurn


til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um kolefnisjöfnun Stjórnarráðsins.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hefur markmiði loftslagsstefnu Stjórnarráðsins, sem samþykkt var á ríkisstjórnarfundi 9. apríl 2019, um að kolefnisjafna alla starfsemi Stjórnarráðsins verið náð? Er starfsemi Stjórnarráðsins kolefnishlutlaus í dag?
     2.      Hver var losun gróðurhúsalofttegunda vegna starfsemi Stjórnarráðsins á hverju áranna 2019–2022, mælt í tonnum CO2-ígilda og greint eftir ráðuneytum og áhrifaþáttum losunar?
     3.      Hver var kolefnisjöfnun Stjórnarráðsins hvert umræddra ára, mælt í tonnum CO2-ígilda og greint eftir ráðuneytum?
     4.      Hvernig fór sú kolefnisjöfnun fram og hver var kostnaður við hana, greint eftir ráðuneytum? Hversu stór hluti hennar var vottaður af viðurkenndum vottunaraðilum, og hvaða vottunaraðila var þá um að ræða?
     5.      Er kolefnisjöfnun vegna flugs enn tvöfölduð, líkt og kveðið er á um í loftslagsstefnu Stjórnarráðsins?


Skriflegt svar óskast.