Ferill 930. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1777 — 930. mál.
Svar
háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra við fyrirspurn frá Hildi Sverrisdóttur um sjóði á vegum ráðuneytisins og stofnana þess.
Fyrirspurnin hljóðar svo:
1. Hvaða sjóði starfrækja ráðuneytið og stofnanir þess?
2. Hver fer með umsýslu hvers sjóðs?
3. Hvaða lög og reglur gilda um útdeilingu fjármuna úr hverjum sjóði?
4. Hvað kostaði að starfrækja hvern sjóð árið 2022?
5. Hver var kostnaðurinn við að starfrækja hvern sjóð í hlutfalli við þá fjármuni sem var úthlutað úr sjóðnum árið 2022?
Í meðfylgjandi töflu má sjá yfirlit yfir sjóði og stofnanir ráðuneytisins:
Heiti sjóðs | Umsýsluaðili | Reglur | Kostnaður 2022 í kr. | Úthlutun 2022 í kr. | Hlutfall kostnaðar |
Fjarskiptasjóður | Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti; stjórn fjarskiptasjóðs | Lög um fjarskiptasjóð, nr. 132/2005. | 30.594.892 | 216.179.904 | 14,2% |
Innviðasjóður | Rannís | Lög um opinberan stuðning við vísindarannsóknir, nr. 3/2003. | 10.380.581 | 537.337.579 | 1,9% |
Lóa – nýsköpunarstyrkir fyrir landsbyggðina | Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti | Reglugerð um Lóu – nýsköpunarstyrki til eflingar nýsköpunar á landsbyggðinni, nr. 377/2022. | 7.021.992 | 94.911.000 | 7,4% |
Markáætlun í tungu og tækni | Rannís | Lög um opinberan stuðning við vísindarannsóknir, nr. 3/2003. | 8.042.998 | 160.331.000 | 5,0% |
Markáætlun um samfélagslegar áskoranir | Rannís | Lög um opinberan stuðning við vísindarannsóknir, nr. 3/2003. | 0,0% | ||
Nýsköpunarsjóður námsmanna | Rannís | Reglur um Nýsköpunarsjóð námsmanna, nr. 450/2007, með áorðnum breytingum. | 21.684.578 | 343.740.000 | 6,3% |
Rannsóknasjóður | Rannís | Lög um opinberan stuðning við vísindarannsóknir, nr. 3/2003. | 88.892.392 | 4.048.000.000 | 2,2% |
Tækniþróunarsjóður | Rannís | Lög um Tækniþróunarsjóð, nr. 26/2021. | 142.150.798 | 3.252.000.000 | 4,4% |
Starfslaunasjóður sjálfstætt starfandi fræðimanna | Rannís | Reglur um Starfslaunasjóð sjálfstætt starfandi fræðimanna, nr. 25/2013, með áorðnum breytingum. | 3.720.412 | 45.655.560 | 8,1% |
Askur | Húsnæðis- og mannvirkjastofnun | Reglugerð um Ask – mannvirkjarannsóknasjóð, nr. 1025/2021. | Sameiginlegur sjóður innviðaráðuneytis og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis. Umsýsla er hjá HMS. |
Athugasemdir um einstaka sjóði:
Fjarskiptasjóður.
Rekstrarkostnaður fjarskiptasjóðs á tímabilinu frá febrúar 2022 til desember 2022 var 30.594.892 kr. Um er að ræða umsýslugjald og laun stjórnarmanna. Heildarupphæð fjármuna sem var úthlutað úr sjóðnum á grundvelli styrktarsamninga yfir sama tímabil var 216.179.904 kr. Þar af voru 13.761.750 kr. vegna nýrra skuldbindinga á tímabilinu.
Lóa – nýsköpunarstyrkir fyrir landsbyggðina.
Umsýslukostnaður inniheldur beinan kostnað vegna nefnda, auglýsinga og hugbúnaðar ásamt áætlaðri vinnu innan ráðuneytis (1.500.000 kr.).
Rannsóknasjóður.
Úthlutun 2022 miðar við nýjar skuldbindingar sem stofnað er til á árinu. Þær eru í einhverjum tilvikum greiddar út á fleiri árum á meðan greiðslur ársins 2022 geta miðað við úthlutanir frá árunum 2020 og 2021 auk ársins 2022. Kostnaður við að starfrækja sjóðinn felur í sér kostnað vegna stjórna og fagráða ásamt vinnu starfsfólks umsýsluaðila. Kostnaður vegna vinnu umsýsluaðila er áætlaður samkvæmt verkbókhaldi. Aðstöðukostnaður er ekki innifalinn, en reikna má með að hann sé a.m.k. 25% til viðbótar við vinnu umsýsluaðila.
Tækniþróunarsjóður.
Úthlutun 2022 miðar við nýjar skuldbindingar sem stofnað er til á árinu. Þær eru í einhverjum tilvikum greiddar út á fleiri árum á meðan greiðslur ársins 2022 geta miðað við úthlutanir frá árunum 2020 og 2021 auk ársins 2022. Kostnaður við að starfrækja sjóðinn felur í sér kostnað vegna stjórna og fagráða ásamt vinnu starfsfólks umsýsluaðila. Kostnaður vegna vinnu umsýsluaðila er áætlaður samkvæmt verkbókhaldi. Aðstöðukostnaður er ekki innifalinn, en reikna má með að hann sé a.m.k. 25% til viðbótar við vinnu umsýsluaðila.