Ferill 1032. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1853  —  1032. mál.
Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Guðnýju Birnu Guðmundsdóttur um biðtíma eftir sjúkrabíl og sjúkraflugi.


     1.      Hver var meðalbiðtími eftir sjúkrabíl í hverju heilbrigðisumdæmi á tímabilinu 2017– 2022, sundurliðað eftir árum og flokkað eftir F1-, F2-, F3- og F4-útköllum?
    Svör við þessari fyrirspurn byggjast á upplýsingum úr skráningarkerfi Neyðarlínunnar. Á þeim sex árum sem fyrirspurnin nær til eru skráðar 317.849 hreyfingar á sjúkrabílum, af þeim eru 55.796 með einhverja skráningargalla þannig að ekki er hægt að reikna biðtíma.
    Forgangi sjúkrabíla er skipt í fjóra flokka, F1 til F4, þar sem F1 er hæsti forgangur en F4 sá lægsti. Öll erindi sem berast 112 eru greind í Forgang 1–4 samkvæmt greiningarferlum neyðarvarða. Fyrir útkall sjúkrabíla gilda eftirfarandi skilgreiningar í boðunarkerfi Neyðarlínunnar:
     *      Forgangur 1 er aðgerð sem er metin sem lífsógn og í efsta forgangi. Sjúkrabíll og/eða annað björgunarlið er sent í forgangsakstri, t.d. aðgerð þar sem allt tiltækt björgunarlið kemur að, stóreldur, fjöldaslys eða einstaklingsslys með alvarlegum áverkum.
     *      Forgangur 2 er aðgerð sem er metin í næstefsta forgang. Sjúkrabíll og/eða annað björgunarlið er sent í forgangsakstri en í atburði án lífsógnar.
     *      Forgangur 3 er aðgerð sem er metin til afgreiðslu strax en án forgangs. Aðeins viðeigandi björgunarlið er kallað til. Þetta er staðbundin aðgerð sem krefst hvorki forgangs né fjölda manns.
     *      Forgangur 4 er aðgerð sem má fara í biðröð annarra verkefna hjá verkefnastjóra á varðstofu. Aðgerðin hefur hugsanlega ákveðin tímamörk, svo sem flutningur milli sjúkrastofnana vegna rannsókna eða aðgerða.
    Heilbrigðisstofnanir heilbrigðisumdæma bera ábyrgð á sjúkraflutningum með sjúkrabílum. Ýmist sinna stofnanirnar flutningunum sjálfar eða útvista framkvæmdinni til slökkviliða í gegnum samninga við Sjúkratryggingar Íslands eða slökkvilið sveitarfélaga. Breyting varð á sjúkrabílaþjónustu í heilbrigðisumdæmi heilbrigðisstofnunar Suðurnesja á tímabilinu sem spurt er um þar sem Brunavarnir Suðurnesja tóku við þjónustu í Grindavík frá 2021. Fram að því eru því gefnir upp aðskildir viðbragðstímar.
    Í svarinu er gert ráð fyrir að þingmaður eigi við tímann á milli þess að samband næst við Neyðarlínu og að viðbragð mætir á staðinn sem biðtíma. Meðalbiðtími er gefin upp í mínútum í öllum tilvikum.


Meðaltalstími frá sambandi við neyðarlínu að „á staðnum“
Forgangur F1 F2 F3 F4 Vegið meðaltal
HSS 6,42 7,3 12,34 54,57 20,21
2017 5,75 6,45 11,30 54,75 19,74
2018 2,66 6,77 11,73 53,08 18,85
2019 6,98 7,52 11,51 52,17 19,00
2020 7,00 6,42 11,71 61,02 23,53
2021 6,48 8,91 12,77 60,73 21,43
2022 6,73 7,68 13,62 59,32 19,00
Grindavík 8,07 9,07 12,62 28,61 13,46
2017 7,56 5,60 11,91 27,59 12,3
2018 8,78 9,80 11,56 41,23 14,8
2019 7,64 10,22 13,44 23,24 13,44
2020 8,21 10,83 13,75 20,49 13,04
HSA 13,01 14,27 17,42 57,12 27,46
2017 12,83 15,3 17,58 54,61 28,4
2018 10,46 13,29 15,00 50,13 25,23
2019 10,58 13,06 15,29 61,15 27,45
2020 14,29 11,83 16,91 65,59 28,52
2021 16,02 15,51 18,10 56,61 27,75
2022 13,84 16,63 20,00 57,73 27,53
HSN og Akureyri 10,75 7,65 19,52 47,82 22,28
2017 7,66 10,57 10,8 42,35 19,88
2018 8,33 11,88 15,01 44,99 21,05
2019 9,39 11,90 15,51 55,12 24,44
2020 12,18 13,72 17,71 52,02 25,95
2021 12,59 15,02 17,79 60,92 22,59
2022 14,13 14,59 16,51 32,68 20,11
HSU 14,94 15,29 20,81 64,98 25,92
2017 14,32 15,27 20,59 55,20 24,19
2018 13,37 9,71 19,46 65,15 25,32
2019 18,58 17,56 20,77 69,16 27,54
2020 17,21 17,77 20,67 52,36 24,84
2021 13,77 16,80 20,97 74,69 26,89
2022 13,04 15,80 22,08 77,51 26,63
HVE 12,54 14,36 15,99 45,02 22,48
2017 12,27 13,41 14,51 45,01 24,23
2018 12,93 14,81 14,64 44,76 24,01
2019 11,49 14,23 14,26 44,68 22,80
2020 10,84 16,17 16,40 41,03 23,62
2021 12,08 12,65 16,57 42,79 22,94
2022 12,15 15,26 18,09 50,35 22,30
HVEST 14,41 16,1 21,66 44,49 27,14
2017 16,33 19,47 22,75 40,95 27,31
2018 18,98 20,25 19,65 33,86 24,76
2019 12,54 17,29 23,90 41,78 27,4
2020 13,01 15,60 25,29 42,52 27,44
2021 18,58 5,19 19,28 40,37 22,73
2022 16,89 17,94 20,48 65,14 31,86
Höfuðborgarsvæðið 8,77 9,44 17,94 57,83 33,52
2017 8,33 8,46 45,96 55,86 32,77
2018 8,21 8,74 16,06 54,50 31,12
2019 8,52 9,29 16,81 56,56 32,61
2020 9,54 10,47 17,93 54,16 32,78
2021 9,21 10,38 18,33 59,49 35,80
2022 8,82 9,21 20,19 65,06 34,84

     2.      Hver var lengsti biðtími eftir sjúkrabíl í hverju heilbrigðisumdæmi á tímabilinu 2017– 2022, sundurliðað eftir árum og flokkað eftir F1-, F2-, F3- og F4-útköllum?
    Eins og fram kemur í skilgreiningum á forgangsflokkunum er forgangur F4 „aðgerð sem má fara í biðröð annarra verkefna hjá verkefnastjóra á varðstofu. Aðgerðin hefur hugsanlega ákveðin tímamörk, svo sem flutningur milli sjúkrastofnana vegna rannsókna eða aðgerða.“ Hámarksbiðtími er því mjög óáreiðanlegur mælikvarði til að meta þjónustu þar sem í sumum tilvikum er pantaður sjúkraflutningur með eins til tveggja sólarhringa fyrirvara.
    Þjónustusvæði heilbrigðisstofnana eru mjög misstór og eru mjög mismunandi landfræðilega. Þannig getur hámarkstími ráðist mjög af staðsetningu innhringjanda óháð viðbragðsflýti þjónustuaðila.

Hámarkstími frá sambandi við neyðarlínu að „á staðnum“
Forgangur F1 F2 F3 F4 Vegið meðaltal
HSS 93,67 142,45 134,13 467,75 467,75
2017 62,48 38,33 87,05 326,12 326,12
2018 33,12 59,15 120,95 352,47 352,47
2019 93,67 102,83 60,67 467,75 467,75
2020 74,03 70,18 69,08 240,90 240,90
2021 34,18 142,45 116,20 243,48 243,48
2022 52,03 90,05 134,13 225,27 225,27
Grindavík 36,25 82,78 80,25 72,03 82,78
2017 20,00 27,28 35,32 72,03 72,03
2018 36,25 40,75 40,23 27,17 40,75
2019 21,37 82,78 80,25 66,35 82,78
2020 16,78 26,65 72,85 41,72 72,85
HSA 205,65 109,53 229,63 682,23 682,23
2017 65,93 109,53 107,05 327,93 327,93
2018 69,12 92,90 78,53 295,58 295,58
2019 59,25 60,63 145,05 183,97 183,97
2020 160,28 108,15 162,53 247,67 247,67
2021 199,38 103,87 222,72 355,85 355,85
2022 205,65 91,92 229,63 682,23 682,23
HSN og Akureyri 451,82 435,93 371,02 714,75 714,75
2017 116,10 92,72 180,83 347,83 347,83
2018 217,48 105,37 170,08 340,48 340,48
2019 113,02 88,62 120,38 235,25 235,25
2020 175,90 98,00 283,10 310,92 310,92
2021 80,83 176,63 371,02 714,75 714,75
2022 451,82 435,93 222,52 691,80 691,80
HSU 498,62 363,20 465,47 635,23 635,23
2017 113,77 115,53 168,58 306,87 306,87
2018 132,85 234,07 179,98 402,87 402,87
2019 498,62 127,35 396,35 635,23 635,23
2020 185,35 94,52 209,75 252,85 252,85
2021 92,18 363,20 361,58 394,15 394,15
2022 89,55 146,00 465,47 317,78 465,47
HVE 147,42 195,87 188,32 631,85 631,85
2017 62,27 158,42 145,82 621,88 621,88
2018 107,10 107,75 101,35 308,00 308,00
2019 147,42 73,57 165,53 404,93 404,93
2020 52,73 195,87 138,98 402,18 402,18
2021 63,85 148,88 188,32 591,13 591,13
2022 86,13 134,22 129,48 631,85 631,85
HVEST 92,10 99,00 135,63 193,47 193,47
2017 82,92 65,20 45,12 193,47 193,47
2018 71,35 83,35 135,63 120,58 135,63
2019 89,93 89,00 90,15 93,63 93,63
2020 66,23 89,63 104,43 100,58 104,43
2021 72,67 78,22 109,28 59,60 109,28
2022 92,10 99,00 81,02 70,90 99,00
Höfuðborgarsvæðið 553,47 697,93 493,05 708,12 708,12
2017 139,63 84,73 77,98 645,80 645,80
2018 553,47 353,90 190,00 387,03 553,47
2019 376,25 484,87 203,82 683,15 683,15
2020 126,93 247,55 134,65 683,87 683,87
2021 268,55 697,93 493,05 708,12 708,12
2022 328,55 386,70 282,30 698,33 698,33

     3.      Hver var meðalbiðtími eftir sjúkraflugi í hverju heilbrigðisumdæmi á tímabilinu 2017– 2022, sundurliðað eftir árum?
    Tveir þjónustuaðilar sinna sjúkraflugi á Íslandi, annars vegar Mýflug sem er með bækistöðvar á Akureyri og hins vegar Landhelgisgæsla Íslands sem er með bækistöðvar í Reykjavík. Þjónusta Mýflugs fer fram með sjúkraflugvél en þjónusta Landhelgisgæslunnar með þyrlu. Drægni og flughraði þessara tveggja tegunda loftfara er mjög mismunandi og því ber að varast beinan samanburð á þeim þáttum.
    Forgangi sjúkraflugs er skipt í fjóra flokka, F1 til F4, þar sem F1 er hæsti forgangur en F4 sá lægsti. Öll erindi sem berast 112 eru greind í Forgang 1 – 4 samkvæmt greiningarferlum neyðarvarða. Fyrir útkall sjúkraflugs Mýflugs gilda eftirfarandi skilgreiningar.
     *      Forgangur 1 Útkallstími eins stuttur og hægt er. Útkall tekið fram fyrir önnur útköll. Fluglæknir alltaf með.
     *      Forgangur 2 Útkallstími innan við 35 mínútur ef hægt er. Fluglæknir með nema annað sé tekið fram.
     *      Forgangur 3 Útkallstími allt upp í 6 klst. en strax ef hægt er. Fluglæknir með ef óskað er eftir því sérstaklega.
     *      Forgangur 4 Tímasetning eftir samkomulagi. Fluglæknir með ef óskað er eftir því sérstaklega.
    Fyrir þjónustu Landhelgisgæslunnar er skilgreindur hámarkstími fyrir F1 útkall 60 mínútur.

Meðaltalstími frá sambandi við neyðarlínu að „á staðnum“
Forgangur F1 F2 F3 F4 Vegið meðaltal
LHG 56,82 61,61
2017 61,64 30,78
2018 38,98 45,25 112,35 45,18 45,44
2019 32,11 54,03
2020 74,33 30,8 113,84
2021 61,44 73,12 72,12
2022 64,68 77,65
Mýflug 74,38 96,25 137,06 218,14 126,56
2017 78,63 101,99 136,27 226,69 129,13
2018 76,76 99,35 143,86 223,48 133,44
2019 73,37 82,41 121,39 213,07 125,43
2020 77,41 111,71 147,08 232,17 133,12
2021 74,26 79,88 126,06 191,92 112,37
2022 63,85 102,2 149,57 224,14 127,04

     4.      Hver var lengsti biðtími eftir sjúkraflugi í hverju heilbrigðisumdæmi á tímabilinu 2017– 2022, sundurliðað eftir árum?
    Eins og fram kemur í skilgreiningum í forgangsflokkunum F4 „Tímasetning eftir samkomulagi.“ Hámarksbiðtími er því mjög óáreiðanlegur mælikvarði til að meta þjónustu þar sem í sumum tilvikum er pantaður sjúkraflutningur með einhverra sólarhringa fyrirvara.

Hámarkstími frá sambandi við neyðarlínu að „á staðnum“
Forgangur F1 F2 F3 F4 Vegið meðaltal
LHG 357,48 265,27 204,37 112,00 357,48
2017 175,95 78,47 175,95
2018 115,00 104,75 112,18 112,00 115,00
2019 81,40 98,93 100,00 100,00
2020 95,48 84,13 133,53 133,53
2021 357,48 247,87 204,37 357,48
2022 239,20 265,27 10,80 265,27
Mýflug 546,05 565,12 636,33 1.453,12 1.453,12
2017 222,12 443,15 498,45 678,68 678,68
2018 546,05 460,72 629,18 715,25 715,25
2019 400,02 302,58 600,50 1.453,12 1.453,12
2020 192,15 561,62 545,80 715,90 715,90
2021 186,58 355,68 636,33 655,92 655,92
2022 243,20 565,12 576,68 691,30 691,30