Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1860, 153. löggjafarþing 856. mál: heilbrigðisstarfsmenn (tilkynningar um heimilisofbeldi).
Lög nr. 43 5. júní 2023.

Lög um breytingu á lögum um heilbrigðisstarfsmenn, nr. 34/2012 (tilkynningar um heimilisofbeldi).


1. gr.

     Við 3. mgr. 17. gr. laganna bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Enn fremur er heilbrigðisstarfsmanni heimilt, að beiðni sjúklings, að tilkynna til lögreglu heimilisofbeldi eða ofbeldi í nánu sambandi sem ógnað getur lífi eða heilsu sjúklings. Í slíkum tilvikum er heimilt að miðla til lögreglu almennum persónuupplýsingum sjúklings, upplýsingum um áverka sjúklings ásamt öðrum upplýsingum sem varða ofbeldið og aðstæður sjúklingsins og eru taldar nauðsynlegar í þeim tilgangi að lögregla geti gert viðeigandi ráðstafanir til að tryggja nauðsynlega vernd og stuðning við sjúkling.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 24. maí 2023.