Ferill 1118. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1861  —  1118. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um einkarekstur heilsugæslu í Reykjanesbæ.

Frá Oddnýju G. Harðardóttur.


     1.      Hvenær tekur einkarekin heilsugæsla til starfa í Reykjanesbæ?
     2.      Til hve langs tíma eru samningar Sjúkratrygginga Íslands við rekstraraðila heilsugæslunnar?
     3.      Eru gerð skilyrði um arðgreiðslur í samningunum?
     4.      Eru kröfulýsingar í samningunum um gæði þjónustunnar?
     5.      Hvernig verður séð til þess að einkarekin heilsugæsla í Reykjanesbæ dragi ekki úr hæfni Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja til að veita þjónustu á hagkvæman og öruggan hátt, sbr. reglugerð 510/2010 um samninga um heilbrigðisþjónustu sem veitt er utan heilbrigðisstofnana sem ríkið rekur?
     6.      Hvað tekur við þegar samningur við rekstraraðila rennur út? Eru ákvæði um framlengingu samningsins?
     7.      Ef ekki tekst að semja við rekstraraðila um annað samningstímabil er þá möguleiki á eða gert ráð fyrir að rekstraraðilinn starfi áfram en sjúklingar verði rukkaðir um gjöld utan greiðsluþátttökukerfisins líkt og nú er gert þegar sjúklingar leita til sérgreinalækna?


Skriflegt svar óskast.