Ferill 1119. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1862  —  1119. mál.
Fyrirspurn


til innviðaráðherra um vistráðningar EES-borgara.

Frá Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur.


     1.      Hvaða skilyrði þarf vistráðningarsamningur á milli EES-borgara og vistfjölskyldu að uppfylla til þess að teljast fullnægjandi samkvæmt leiðbeiningum á heimasíðu Þjóðskrár Íslands?
     2.      Hvaða reglur gilda um vistráðningar EES-borgara (au pair) hér á landi, svo sem um aldur, vinnutíma, lengd dvalar o.fl., í samanburði við reglur sem gilda um vistráðningu skv. 68. gr. laga um útlendinga, nr. 80/2016?


Skriflegt svar óskast.