Ferill 1146. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1936  —  1146. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um fjármögnun og eflingu heimahjúkrunar.

Frá Kristrúnu Frostadóttur.


     1.      Hvernig hafa fjárveitingar til heimahjúkrunar þróast frá árinu 2008 sem hlutfall af vergri landsframleiðslu? Hversu miklu fjármagni stendur til að verja í heimahjúkrun sem hlutfalli af vergri landsframleiðslu á tímabili fjármálaáætlunar 2024–2028? Óskað er eftir sundurliðun eftir sveitarfélögum.
     2.      Hefur farið fram kostnaðargreining á ábata heimahjúkrunar miðað við kostnað sem annars hlytist af dvöl á sjúkrahúsi og/eða hjúkrunarheimilum?
     3.      Hvernig sér ráðherra fyrir sér að efla heimahjúkrun á tímabilinu 2024–2028?


Skriflegt svar óskast.