Ferill 945. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1974  —  945. mál.
2. umræða.Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á kosningalögum, lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka og sveitarstjórnarlögum (ýmsar breytingar).

Frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.


     1.      Við a-lið 1. efnismgr. 5. gr. bætist: eða.
     2.      Við 6. gr.
                  a.      A-liður orðist svo: Á eftir 1. tölul. 2. mgr. kemur nýr töluliður svohljóðandi: Kæru vegna ákvörðunar um hæfi, sbr. 18. og 72. gr.
                  b.      Á eftir a-lið komi nýr liður, svohljóðandi: 7. tölul. 2. mgr. fellur brott.
     3.      Á eftir orðinu „Kjörstjórnarmenn“ í c-lið 13. gr. komi: í landskjörstjórn, yfirkjörstjórnum og umdæmiskjörstjórnum.
     4.      Á eftir b-lið 17. gr. komi nýr liður, svohljóðandi: 2. málsl. orðast svo: Yfirkjörstjórn sveitarfélags auglýsir framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningar eigi síðar en 30 dögum fyrir kjördag.
     5.      Orðin „og endurtalningu“ í 21. gr. falli brott.
     6.      24. gr. orðist svo:
                      72. gr. laganna orðast svo:
                      Ef kjörstjóri er í framboði skal hann víkja sæti og annar þar til bær gegna störfum hans, og fer um málsmeðferð við skipun nýs kjörstjóra skv. 2. mgr.
                      Nú víkur kjörstjóri sæti og skipar þá ráðherra að fengnum tillögum landskjörstjórnar annan kjörstjóra. Hafi kjörstjóri starfað í umboði sýslumanns skal hann skipa annan kjörstjóra. Nú víkur kjörstjóri skv. 1. mgr. 71. gr. sæti og skipar þá ráðherra sem fer með utanríkismál annan kjörstjóra.
                      Ekki má atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fara fram á heimili frambjóðanda.
     7.      Í stað orðsins „eða“ í 2. efnismálsl. a-liðar 25. gr. komi: og/eða.
     8.      Við 26. gr. bætist nýr liður, svohljóðandi: 3. mgr. orðast svo:
                      Fyrir alþingiskosningar, forsetakjör og þjóðaratkvæðagreiðslu er nægjanlegt að koma bréfi með utankjörfundaratkvæði í einhverja kjördeild þess kjördæmis þar sem kjósandinn er á kjörskrá. Við sveitarstjórnarkosningar er nægjanlegt að koma bréfi með utankjörfundaratkvæði í einhverja kjördeild þess sveitarfélags þar sem kjósandinn er á kjörskrá.
     9.      Við 27. gr.
                  a.      Á eftir a-lið komi nýr liður, svohljóðandi: 3. málsl. 2. mgr. orðast svo: Atkvæðisbréf skal varðveitt í atkvæðakassa.
                  b.      Í stað orðanna „útprentun úr kjörskrá og eftir atvikum skrá skv. 2. málsl.“ í 1. efnismálsl. c-liðar komi: viðeigandi skrá skv.
     10.      Orðin „og endurtalningar“ og „næmisgreiningu“ í c-lið 30. gr. falli brott.
     11.      Við 33. gr.
                  a.      Í stað tilvísunarinnar „109.–112. gr.“ í 1. mgr. komi: 108.–112. gr.
                  b.      Í stað tilvísunarinnar „1. mgr.“ í 3. mgr. komi: 2. mgr.
                  c.      Orðin „og gera næmisgreiningu, sbr. 106. gr. a“ í 3. mgr. falli brott.
                  d.      Orðin „og næmisgreiningu“ í 1. málsl. 4. mgr. falli brott.
                  e.      Í stað tilvísunarinnar „2. mgr.“ í 1. málsl. 4. mgr. komi: 3. mgr.
                  f.      2. málsl. 4. mgr. falli brott.
                  g.      5. mgr. orðist svo:
                      Landskjörstjórn ákveður form talningarskýrslna og lætur yfirkjörstjórnum í té.
                  h.      6. mgr. falli brott.
     12.      34. gr. falli brott.
     13.      Orðin „næmisgreining, sbr. 106. gr. a, hefur farið fram og endurtalningu, sbr. 106. gr. b, er lokið, hafi hún farið fram“ í 35. gr. falli brott.
     14.      Í stað orðanna „vef þess“ í 1. efnismgr. 38. gr. komi: vef sveitarfélagsins
     15.      39. gr. orðist svo:
                      3. mgr. 120. gr. laganna orðast svo:
                      Á fundi, sbr. 2. mgr., tilkynnir landskjörstjórn um niðurstöður forsetakjörs eða þjóðaratkvæðagreiðslu. Í kjölfarið auglýsir landskjörstjórn úrslitin og gefur út kosningaskýrslu um niðurstöðuna og birtir hana á vef sínum.
     16.      Við a-lið 40. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Fari uppkosning fram vegna þess að kosning heils lista í kjördæmi eða sveitarfélagi hefur verið úrskurðuð ógild skal sá listi ekki vera á meðal framboðslista við uppkosninguna.
     17.      Við 44. gr. bætist nýr liður, svohljóðandi: Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                      Ráðherra skal skipa starfshóp sem falið verður að vinna að nánari útfærslu næmisgreiningar. Í þeim starfshópi eigi sæti fulltrúar landskjörstjórnar, yfirkjörstjórna kjördæma og annarra hagaðila. Við skipun í starfshópinn skal gætt að jafnræði milli fulltrúa landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis.
     18.      Á undan 48. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                      Í stað orðanna „kosningarrétt eiga til sveitarstjórnar samkvæmt lögum um kosningar“ í 3. mgr. 38. gr. laganna kemur: hafa kosningarétt í íbúakosningum sveitarfélagsins, sbr. 2. og 3. mgr. 133. gr.
     19.      C-liður 2. mgr. 51. gr. verði 3. mgr.
     20.      53. gr. orðist svo:
                      Lög þess öðlast þegar gildi nema III. kafli sem öðlast gildi 1. september 2023.