Ferill 987. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 2008  —  987. mál.
3. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisstarfsmenn, nr. 34/2012 (hámarksaldur heilbrigðisstarfsmanna ríkisins).

Frá Oddnýju G. Harðardóttur, Halldóru Mogensen og Guðmundi Inga Kristinssyni.


    Við 1. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
    Heilbrigðisstarfsmaður sem ráðinn er samkvæmt ákvæði þessu skal eiga sama rétt á mótframlagi launagreiðanda í lífeyrissjóð og kveðið er á um í þeim kjarasamningi sem hann starfar eftir. Hafi launamaður gert samning um viðbótartryggingavernd, sbr. 8.–10. gr. laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997, skal honum heimilt að ráðstafa iðgjaldi samkvæmt ákvæði þessu til öflunar lífeyrisréttinda í séreign.