Ferill 1198. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 2253 — 1198. mál.
Svar
matvælaráðherra við fyrirspurn frá Bergþóri Ólasyni um styrki og samstarfssamninga.
Fyrirspurnin hljóðar svo:
Hvaða fyrirtæki og félagasamtök hafa notið styrks frá ráðuneytinu, undirstofnunum þess eða sjóðum á vegum ráðuneytisins eða undirstofnana þess eða gert samstarfssamning við þessa aðila frá 1. janúar 2017 þar til nú, þar sem samanlögð upphæð styrks eða fjárhæð í samstarfssamningi var 10 millj. kr. eða hærri? Svar óskast sundurliðað eftir árum, eftir því hvers eðlis styrkur eða samstarfssamningur var og eftir því hversu oft styrkur eða samstarfssamningur var endurnýjaður.
Matvælaráðuneytið tók til starfa 1. febrúar 2022 og miðast svar við fyrirspurninni við þá dagsetningu. Í umfjölluninni er horft til 42. gr. laga um opinber fjármál um styrkveitingar en samningar sem gerðir eru skv. 40. gr. laganna eru undanskildir þar sem þar er einungis fjallað um samninga um framkvæmdir, rekstur og afmörkuð verkefni.
Undir ráðuneytið heyra fimm stofnanir: Matvælastofnun, Landgræðslan, Skógræktin, Hafrannsóknastofnun og Fiskistofa. Þá eru eftirfarandi sjóðir á forræði matvælaráðuneytisins: Matvælasjóður, Umhverfissjóður sjókvíaeldis, Fiskeldissjóður, Verkefnasjóður sjávarútvegsins, Fiskræktarsjóður og Bjargráðasjóður. Þá var Sýklalyfjaónæmis- og súnusjóður starfandi á árinu 2022 en það var síðasta úthlutunarár hans.
Eftirtaldir samstarfssamningar og styrktarsamningar sem nema 10 m.kr. eða hærra voru gerðir á fjárlagaliðum ráðuneytisins á tímabilinu sem um ræðir, að sjóðum undanskildum en sérstaklega er fjallað um þá síðar í svarinu.
2022 | Dýrahjálp Íslands |
Hér að aftan er tilgreint hvaða fyrirtæki og félagasamtök hafa hlotið styrki sem nema 10 m.kr. eða hærra úr sjóðum ráðuneytisins á tímabilinu sem um ræðir.
Matvælasjóður.
Eftirfarandi fyrirtæki og félagasamtök hafa hlotið styrki úr Matvælasjóði sem nema 10 m.kr. frá árinu 2022. Listinn nær yfir aðila sem hlutu staka styrki yfir 10 m.kr. ásamt aðilum sem fengu fleiri en einn styrk sem samanlagðir námu 10 m.kr. eða meira.
2022 | Efnasmiðjan ehf. | |
Matís ohf. | ||
True Westfjords ehf. | ||
Fjárfestingafélag Þingeyinga | ||
ICECAL ehf. | ||
Landeldi ehf. | ||
North Seafood Solutions ehf. | ||
SagaNatura ehf. | ||
Sifmar ehf. | ||
Surova ehf. | ||
1000 Ára Sveitaþorp ehf. | ||
Bifröst Foods ehf. | ||
Eimverk ehf. | ||
Íslensk hollusta ehf. | ||
Royal Iceland ehf. | ||
Saltverk ehf. | ||
2023 | Matís ohf. | |
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins ehf. | ||
Gróðrarstöðin Ártangi | ||
Jorth ehf. | ||
Klaki Tech ehf. | ||
Reykofninn ehf. | ||
Sjávarlíftæknisetrið BioPol ehf. | ||
Svepparíkið ehf. | ||
Tariello ehf. | ||
Ankra ehf. | ||
ICECAL ehf. | ||
Jurt ehf. | ||
Landeldi hf. | ||
Þoran Distillery | ||
Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf. |
Umhverfissjóður sjókvíaeldis.
Eftirfarandi fyrirtæki og félagasamtök hafa hlotið styrki úr Umhverfissjóði sjókvíaeldis sem nema 10 m.kr. frá árinu 2022.
2022 | Benchmark Genetics ehf. |
2023 | Engin fyrirtæki eða félagasamtök hlutu styrki sem námu samtals 10 m.kr. eða hærra. |
Fiskeldissjóður.
Engin fyrirtæki eða félagasamtök hlutu styrki sem námu samtals 10 m.kr. eða hærra.
Verkefnasjóður sjávarútvegsins.
Engin fyrirtæki eða félagasamtök hlutu styrki sem námu samtals 10 m.kr. eða hærra.
Fiskræktarsjóður.
Engin fyrirtæki eða félagasamtök hlutu styrki sem námu samtals 10 m.kr. eða hærra.
Sýklalyfjaónæmis- og súnusjóður.
Engin fyrirtæki eða félagasamtök hlutu styrki sem námu samtals 10 m.kr. eða hærra.
Bjargráðasjóður.
Engin fyrirtæki eða félagasamtök hlutu styrki sem námu samtals 10 m.kr. eða hærra.