Ferill 124. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 124  —  124. mál.
Frumvarp til laga


um breytingu á lögum um 40 stunda vinnuviku, nr. 88/1971 (frídagar).

Flm.: Björn Leví Gunnarsson, Andrés Ingi Jónsson, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Eyjólfur Ármannsson, Gísli Rafn Ólafsson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Halldóra Mogensen, Inga Sæland, Jakob Frímann Magnússon, Tómas A. Tómasson, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.


1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:
     a.      Orðin „frá kl. 13“ í 1. mgr. falla brott.
     b.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
    Ef frídag ber upp á laugardag eða sunnudag skal frídagurinn færast á næsta virkan dag á eftir sem ekki er frídagur.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.

    Frumvarp þetta var áður lagt fram á 153. löggjafarþingi (550. mál) og er nú lagt fram í óbreyttri mynd. Undanfarið hafa verkalýðsfélögin viðrað þá hugmynd að aðfangadagur og gamlársdagur skuli vera heilir lögbundnir frídagar, en ekki aðeins frá kl. 13, líkt og kveðið er á um í lögum, enda líta flestir á þessa tvo daga sem helgidaga sem einkum eru tileinkaðir fjölskyldunni og samveru með ástvinum. Umræðan um að frídagar sem lendi á helgi skuli færðir til næsta virka dags hefur staðið enn lengur. Með þessu frumvarpi er lagt til að bæta úr hvoru tveggja.
    Jólin 2022 voru andstæðan við brandajól. Almennir launþegar fengu aðeins einn lögbundinn frídag alla jólahátíðina. Aðfangadag bar upp á laugardag og jóladagur var á sunnudegi, sem eru utan virkra daga samkvæmt skilningi vinnuviku. Þar að auki bar gamlársdag upp á laugardag og nýársdag upp á sunnudag. Þessi lagabreyting hefði gert það að verkum að frí vegna aðfangadags og jóladags hefði færst yfir á þriðjudag og miðvikudag, þar sem annar í jólum telst einnig frídagur, og frí vegna gamlárs- og nýársdags hefði færst yfir á næsta mánudag og þriðjudag.
    Jólin eru hátíð sem fólk ver með fjölskyldu og ástvinum sínum. Hátíðina ber upp í svartasta skammdeginu þegar fólki veitir ekki af upplyftingu. Trygging ákveðins fjölda lögbundinna frídaga óháð ártali yrði mikil lífsgæðaaukning. Rannsóknir hafa sýnt að stytting vinnuvikunnar hefur gefist afar vel, ánægja starfsfólks er mikil og afköst í samræmi við það. Sú breyting sem lögð er til í frumvarpi þessu er því til samræmis við þá þróun sem verið hefur á undanförnum árum. Telja flutningsmenn þessa frumvarps því að breytingarnar yrðu til hagsbóta bæði fyrir launþega og atvinnurekendur.
Samanburður við önnur lönd.
    Á Norðurlöndum tíðkast það almennt ekki að færa frídaga yfir á næsta virkan dag. Í Svíþjóð er hins vegar algengt að fyrirtækjum og stofnunum sé lokað á hádegi fyrir frídag, en Svíar kalla þetta hálfan vinnudag eða hálfdag. Einnig er algengt, ef almennur frídagur er á þriðjudegi eða fimmtudegi, að starfsmönnum sé heimilt að taka sér aukafrídag eða svokallaðan klemmudag (s. klämdag), þ.e. daginn sem fellur á milli frídags og helgar. Í Svíþjóð er einnig hægt að taka út frídag síðar vegna þjóðhátíðardags Svía, 6. júní, ef hann er á laugardegi eða sunnudegi. Í sumum kjarasamningum er einnig kveðið á um að ef 1. maí, jóladag, annan í jólum eða nýársdag beri upp á laugardag eða sunnudag megi taka út frídag síðar.
    Í Bretlandi er fjallað um almenna frídaga í lögum um banka- og fjármálaviðskipti frá 1971. Ef almennur frídagur lendir á helgi er hægt að færa frídaginn yfir á næsta virkan dag, iðulega mánudag. Einnig er frí 27. desember ef 25. eða 26. desember er á sunnudegi.
    Önnur lönd hafa því reynslu af því að yfirfæra frídaga með þessum hætti sem ríkir mikil ánægja um meðal launafólks. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að hér verði tekið upp sams konar kerfi til hagsbóta fyrir almenning í landinu.

Meðflutningsmenn utan þings.
    Fyrsti flutningsmaður óskaði eftir meðflutningsbeiðnum utan þings. Meðflutningsmenn utan þings eru eftirfarandi:
    Marsibil Sigurðardóttir, Eskil Daði Eðvarðsson, Erna Dís Gunnþórs, Margrét Guðrún Gunnarsdóttir, Jóhannes Oddur Jónsson, Ásdís Benediktsdóttir, Valur Arnarson, Ragnar Þórisson, Finnur Pálmi Magnússon, María Jóhannesdóttir Petersen, Heiða Jóna Guðmundsdóttir, Sveinlaug Sigurðardóttir, Guðjón Davíð Pétursson, Þóra Björg Björnsdóttir, Þorsteinn Ólafsson, Pétur Pétursson, Hulda Heiðdal Hjartardóttir, Marta Eydal, Lára Guðrún Gunnarsdóttir, Karen Lind Hilmarsdóttir, Rúnar Már Karlsson, Sverrir Fannberg Júlíusson, Hildur Björg Vilhjálmsdóttir, Guðmundur H. Jóhannsson, Alma Ósk Melsteð, Jökull Örlygsson, Óttar Ísak Ellingsen, James Björn Watkins, Elín Rún Jónsdóttir, Ágúst Pálsson, Guðni Rúnar Skúlason, Lea Hrund Sigurðardóttir, Svana Lovísa Kristjánsdóttir, Arnfinnur Finnbjörnsson, Ríkharður H. Friðriksson, Karl Kristján Hafsteinn Guðmundsson, Vilborg Inga Grétarsdóttir, Björgvin Jónsson, Vilma Kinderyte, Guðbjörg Ólafía Gísladóttir, Jóhann Pálmar Harðarson, Aron Steinn Davíðsson, Þórir Björnsson, Sigurbjörn Vilhjálmsson, Jóhann Waage, Hróar Sigurðsson, Jóhann Haukur Gunnarsson, Erna Hlín Einarsdóttir, Þorvaldur Sigurbjörn Helgason, Albína Hulda Pálsdóttir, Jónína Guðný Magnúsdóttir, Andri Björn Birgisson, Bragi Freyr Gunnarsson, Gunnar Helgi Gylfason, Sandra Jónsdóttir, Sindri Sveinbjörnsson, Hringur Hilmarsson, Ingvar Birkisson, Sigurbjörg Ása Óskarsdóttir, Kjartan Reynir Hjaltason, Guðný Birna Kemp Guðmundsdóttir, Steinar, Brjánn Guðjónsson, Svava Ólafsdóttir, Friðrika Björnsdóttir, Þorvaldur Þorgeirsson, Höskuldur Einarsson, Súsan Ósk Scheving Thorsteinsson, Inga Rós Gunnarsdóttir, Hafsteinn Einarsson, Garðar Steinþórsson, Jóhanna Bjarnþórsdóttir, Sigurður Arinbjörnsson, Halldór Marteinsson, Gestur Pálsson, Sólrún Svava Skúladóttir, Svanhvít Ada Björnsdóttir, Andri Marteinsson, Guðbergur Ingi Ástvaldsson, Þóra Þórsdóttir, Ragnheiður Júlíusdóttir, Elísa Auður Liljudóttir, Agnes Erna Estherardóttir, Sigurgeir Finnsson, Sigurrós Friðriksdóttir, Íris Dögg Hauksdóttir, Viðar Þorgeirsson, Tryggvi Freyr Sigurgeirsson, Sólveig Sveinsdóttir, Frigg Thorlacius, Hans Alexander Margrétarson Hansen, Þorgerður Þórhallsdóttir, Sigurbjörn Rafn Ottósson, Sigríður Anna Guðnadóttir, Arnar Sigurgeirsson, Númi Jónsson, Hannes Þórður Hafstein, Heiða María Sigurðardóttir, Unnur Helga Möller, Bjarki Freyr Sigvaldason, Björk Smáradóttir, Sigurður Pétur Hilmarsson, Elín Jósepsdóttir, Óðinn Þór Jónsson, Þröstur Sigurðarson, Sævar Örn Sigurðsson, Tinna Traustadóttir, Pétur Bjarnason, Halldór Arason, Sæmundur Ámundason, Jóhanna Gunnarsdóttir, Oddur Freyr Þorsteinsson, Davíð Jónsson, Grétar Skúlason, Lena Björg Rúnarsdóttir, Þórhallur Ragnarsson, Linda Skarphéðinsdóttir, Úlfhildur Stefánsdóttir, Halldór Albertsson, Máni Snær Örvar, Ragnheiður Einarsdóttir, Einar Hjaltason, Viktor Steinþórsson, Ingibjörg Ósk Marinósdóttir, Guðmundur Ingi Arnarson, Garðar Ólafsson, Guðbjörn Logi Björnsson, Bjarni Jónsson, Melkorka Magnúsdóttir, Kristján Ingi Sigurðsson, Helga Magnúsdóttir, Sigmundur Davíðsson, Hrannar Gunnlaugsson, Karen Ýr Kjartansdóttir, Urður Arna Ómarsdóttir, Bragi Bergþórsson, Pétur Helgason, Sigríður Rut Hilmarsdóttir, Reynir Páll Helgason, Sigurbjörg Andreu Sæmundsdóttir, Árni Ingólfsson, Ingibergur Sigurðsson, Andri Þór Elmarsson, Haukur Viðar Alfreðsson, Arnar Reyr Steinsson, Finnbogi Jökull Pétursson, Unnur Karlsdóttir, Svava María Jónsdóttir, Gauti Baldvinsson, Vilhjálmur Ari Gunnarsson, Grétar Örn Karlsson, Sigurður Jón Hreinsson, Guðmundur Hrannar Eiríksson, Stefán Geir Snorrason, Felix Felixson, Bjarki Már Gunnarsson, Orri Jónsson, Elva Björk Pálsdóttir, Björn J. Gunnarsson, Snorri Guðmundsson, Harpa Lind Jónsdóttir, Heiðar Hrafn Halldórsson, Hanna Björg Henrysdóttir, Erna Halldórsdóttir, Brynjar Smári Bragason, Katrín Lilja Kolbeinsdóttir, Thelma Hrund Benediktsdóttir, Íris Dögg Skarphéðinsdóttir, Björk Sigurgeirsdóttir, Sævar Öfjörð Magnússon, Grétar Þór Ævarsson, Eva G. Sigurðardóttir, Ólafur, Candice Michelle Goddard, Kristinn Jónsson, Vigdís Vala Valgeirsdóttir, Hafþór Birgisson, Oddur Gunnarsson Bauer, Árni Kristjánsson, Ásgeir Kristjánsson, Hjördís Hendriksdóttir, Pétur Björn Heimisson, Guðný Lára Bragadóttir, Hilmir Þór Einarsson, Edda Rós Þorsteinsdóttir, Guðrún Lína Thoroddsen, Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, Andri Már Tómasson, Einar Þorgeirsson, Rannveig Ernudóttir, Arnar Guðnason, Sigrún Birna Björnsdóttir, Garpur Dagsson, Stefán Valur Víðisson, Indriði Nökkvi Jóhannsson, Orri Smárason, Stefán Jóhannsson, Elísabet Eir Ásþórsdóttir, Sævar Már Björnsson, Dýrfinna Ósk Sigvarðsdóttir, Ásrún Matthíasdóttir, Baldvin Örn Einarsson, Páll Guðfinnur Gústafsson, Tómas Alexander Árnason, Hanna María Kristinsdóttir, Drífa Árnadóttir, Hildigunnur Rúnarsdóttir, Vigdís Þormóðsdóttir, Bryndís Eva Erlingsdóttir, Steingrímur Jónsson, Alma Ýr Þorbergsdóttir, Oddrún Magnúsdóttir, Ólafur Þórður Þórðarson, Steingrímur Arason, Sveinn Orri Guðmundsson, Andie Sophia Fontaine, Krista Björk Kristjánsdóttir, Gunndís Ýr Finnbogadóttir, Tryggvi Þór Tryggvason, Una Dóra Þorbjörnsdóttir, Leó Stefánsson, Agnes Lilý Guðbergsdóttir, Arna Sigrún Haraldsdóttir, Ragnar Þórarinn Ágústsson, Einar Páll Sigurvaldason, Sigríður Margrét Sigurgeirsdóttir, Arnar Gíslason, Þorgerður Sigurðardóttir, Loftur Hafliðason, Björgvin Sævar Ármannsson, Steinar Óli Jónsson, Kristján Þ. Davíðsson, Alma Pálmadóttir, Guðmundur Óli Jónsson, Hinrik Snær Hjörleifsson, Elfar Alfreðsson, Jón Haukur Sigurðarson, Sigurður Hólm Gunnarsson, Sigrún Þórsteinsdóttir, Kristófer Fannar Gunnarsson, Guðröður Atli Jónsson, Sigurbjörn Bárðarson, Haraldur Baldursson, Elías Sigurðsson, Guðmundur H. Ásgeirsson, Heiða Hrönn Sigmundsdóttir, Viggó E Viðarsson, Heiða Helgadóttir, Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir, Ólafur Jón Jónsson, Ragnar Eyþórsson, Arndís Hrafnsdóttir, Hólmfríður Guðbjörnsdóttir, Guðlaug Sól Magnúsdóttir, Alda Júlía Magnúsdóttir, Jóhannes Narfi Jóhannesson, Soffía Anna Sveinsdóttir, Haraldur Óli Gunnarsson, Sara Stef. Hildardóttir, Elmar Aron Hannah, Berglind Robertson Grétarsd., Guðmundur Sævin Bjarnason, Jóhann Birnir Sigurðsson, Einar Ásgeir Kristjánsson, Gunnar Þór Jónsson, Ingólfur Guðnason, Ari Björnsson, Guðrún Steindórsdóttir, Egill Örn Richter Ingibergsson, Hallur Hallsson, Steinunn Birna Friðriksdóttir, Guðrún Herdís Arnarsdóttir, Hanna Ragnheiður Björnsdóttir, Steinar Valur Bjarnason, Marteinn Marteinsson, Arngrímur Vídalín, Drífa Hafsteinsdóttir, Ína Steinunn Pálsdóttir, Ásta Hrund Jónsdóttir, Ólafur Fannat, Kristín Helga Karlsdóttir, Ágústa Erlingsdóttir, María Builien Jónsdóttir, Kristján Haukur Magnússon, Benedikt Guðmundsson, Anna M Sigurðardóttir, Eva Sjöfn Helgadóttir, Lárus Gunnarsson, Jón Sæmundsson, Arnfríður Hanna Hreinsdóttir, Hallmar Gauti Halldórsson, Jóhanna Þórey Sveinþórsdóttir, Íris Eva Ellenardóttir Magnúsdóttir, Jóhanna B. Þórhallsdóttir, Bergsteinn Arnarson, Ögmundur Jónsson, Kristinn Bjarnason, Frosti Hreiðarsson, Hreiðar Þór Heiðberg, Lilja Sif Þorsteinsdóttir, Signý Höskuldsdóttir, Garðar Ingi Reynisson, Edda Sóley Þorsteinsdóttir, Þorsteinn Egilson, Gunnar Þór Magnússon, Karvel Þór Arnarsson, Lína Björg Sigurgísladóttir, Finnur Sveinsson, Ragna Þorsteinsdóttir, Silja Elsabet Brynjarsdóttir, Unnur Svana Benediktsdóttir, María Ágústsdóttir, Alda Lín Auðunsdóttir, Hafsteinn Hrannar Ásgrímsson, Ragna Björk Ragnarsdóttir, Ásgeir Logi Ísleifsson, Málfríður Harðardóttir, Gunnar Þórðarson, Þórunn Lilja, Yngvi Freyr Óskarsson, Sigurlaug Anna Gunnarsdóttir, Guðný Einarsdóttir, Eva Pandora Baldursdóttir, Sigrún Skæringsdóttir, Elsa Sveinsdóttir, Júlía Valsdóttir, Björn Sveinsson, Jens Fannar Baldursson, Brynjar Gunnarsson, Guðný Rut Pálsdóttir, Helga Jónsdóttir, Berglind Reynisdóttir, Bragi Ingólfsson, Hafsteinn Þórðarson, Ásdís Eva Vilhjálmsdóttir, Gunnar Páll Bjarnason, Vildís Bjarnadóttir, Sveinn Guðmundsson, Bjarney S. Snorradóttir, Alexander Eyjólfsson, Þórelfur Bragadóttir, Sigríður Sigurjónsdóttir, Jón Arason, Sóley Birgisdóttir, Helgi Jónsson, Bergþóra Jónsdóttir, Hallur Guðmundsson, Bryndís Ósk Pálsdóttir, Orri Eiríksson, Elínborg Hulda Gunnarsdóttir, Birgir Hrafn Hallgrímsson, Stefán Bjartur Runólfsson, Aron Hansen, Þorgeir Lárus Árnason, Valdís Björk Þorsteinsdóttir, Muhammad Ahmad, Andri Már Jörundsson, Lovísa Rut Lúðvíksdóttir, Aníta Ósk Drzymkowksa, Kristján Finnbjörnsson, Sveinbjörg Inga Leifsdóttir, Friðrik Páll Ólafsson, Berglind Steinarsdóttir, Birta Jóhannesdóttir, Pétur Bjarni Pétursson, Júlíus Valdimarsson, Ólafur Björn Tómasson, Hákon Víðir Haraldsson, Ásdís Auðar Ómarsdóttir, Daníel Grímur Kristjánsson, Gunnar H. Roach, Ingunn Mía Blöndal, Róbert Orri Guðmundsson, Sandra Pétursdóttir, Atli Geir Halldórsson, Guðmundur Þór Norðdahl, Kristín Lára Ragnarsdóttir, Tinna Haraldsdóttir, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, Einar Bergmann Sigurðarson, Axel Pétursson, Eyja Margrét Jóhönnu Brynjarsdóttir, Dröfn Sigurbjörnsd. Andersen, Edda Sigurðardóttir, Tinna Eik Rakelardóttir, Eiður Otti, Helgi Már Friðgeirsson, Jón Grétar Sigurjónsson, Úlfhildur Ævarsdóttir, Ingimar Á.N. Guðrúnarson, Karen Magnúsdóttir, Atli Freyr Guðmundsson, Snjáfríður Jónsdóttir, Aðalheiður Rúnarsdóttir, S.B. Hrútur Teitsson, Sævar Hjörleifsson, Sverrir Hjörleifsson, Hjörleifur Harðarson, Ólafur Ingi Gunnarsson, Margrét Gunnarsdóttir, Björn Kr. Bragason, Ívar Steinn Magnússon, Hrólfur Árnason, Margrét Rós Sigurjónsdóttir, Drífa Pálín Geirs, Birkir Björnsson, Anna Íris Pétursdóttir, Orri Eyþórsson, Sævar Þór Halldórsson, Hilma Rós Ómarsdóttir, Gottskálk Daði Bernhöft Reynisson, Sæunn Helena Guðmundsdóttir, Stefán Jakob Hannesson, Ragnar Guðlaugsson, Daníel Már Þorsteinsson, Ingunn Karítas Indriðadóttir, Ingvar Guðberg Brynjarsson.