Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 180  —  1. mál.

1. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2024.

Frá Birni Leví Gunnarssyni, Andrési Inga Jónssyni,
Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur, Gísla Rafni Ólafssyni,
Halldóru Mogensen og Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur.


Breytingar á sundurliðun 1:
     1.      Liðurinn 111.3 Fjármagnstekjuskattur hækki um 15.000,0 m.kr.

Skv. frv.
m.kr.
Breyting
m.kr.
Samtals
m.kr.
Breytingar á sundurliðun 2:
09 Almanna- og réttaröryggi
     2.      Við 09.30 Ákæruvald og réttarvarsla
06 Dómsmálaráðuneyti
a.     Rekstrarframlög
1.800,6 420,0 2.220,6
b.      Framlag úr ríkissjóði
1.809,9 420,0 2.229,9
11 Samgöngu- og fjarskiptamál
     3.      Við 11.10 Samgöngur
a.     Rekstrarframlög
14.523,0 3.000,0 17.523,0
b. Fjárfestingarframlög
31.007,4 3.000,0 34.007,4
c.      Framlag úr ríkissjóði
50.141,5 6.000,0 56.141,5
16 Markaðseftirlit og neytendamál
     4.      Við 16.10 Markaðseftirlit og neytendamál
16 Menningar- og viðskiptaráðuneyti
a.     Rekstrarframlög
741,9 420,0 1.161,9
b.      Framlag úr ríkissjóði
763,0 420,0 1.183,0
17 Umhverfismál
     5.      Við 17.50 Stjórnsýsla umhverfismála
a.     Rekstrarframlög
4.619,9 800,0 5.419,9
b.      Framlag úr ríkissjóði
5.630,2 800,0 6.430,2

     6.      Við 6. gr. Liður 5.1 falli brott.

Greinargerð.

     1.      Lagt er til að fjármagnstekjur hækki um 15.000 m.kr.
     2.      Gerð er tillaga um 420 m.kr. framlag til héraðssaksóknara til að efla embættið og tryggja málsmeðferðarhraða.
     3.      Í a-lið er gerð tillaga um 3.000 m.kr. framlag vegna orkuskipta. Þar af fari 2.400 m.kr. óskipt til orkuskipta í almenningssamgöngum um allt land og 600 m.kr. til orkuskipta hjá Strætó.
             Í b-lið er gerð tillaga um 3.000 m.kr. framkvæmdafé til hjóla- og göngustíga. Af þeirri fjárhæð eru 1.000 m.kr. til að flýta framkvæmdum þeirra verkefna sem eru skipulagðar samkvæmt samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, 1.000 m.kr. til uppbyggingar hjóla- og göngustíga í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og 1.000 m.kr. til uppbyggingar hjóla- og göngustíga annars staðar á landinu.
     4.      Gerð er tillaga um 420 m.kr. framlag til að efla Samkeppniseftirlitið.
     5.      Gerð er tillaga um 800 m.kr. framlag til Loftslagssjóðs.
     6.      Lagt er til að heimild fjármála- og efnahagsráðherra til að selja eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka hf. falli brott.