Ferill 235. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 238  —  235. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um biðlista eftir afplánun í fangelsi og fangelsisrými.

Frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur.


     1.      Hversu margir karlar eru á biðlista eftir afplánun í fangelsi?
     2.      Hversu margar konur eru á biðlista eftir afplánun í fangelsi?
     3.      Hver er meðalbiðtími þeirra karla og kvenna sem bíða nú eftir afplánun?
     4.      Til hvaða aðgerða hyggst ráðherra grípa til að stytta langa biðlista eftir afplánun í fangelsum landsins?
     5.      Hver er viðbúin nýting heildarfjölda fangelsisrýma á árinu?
     6.      Hverjir eru burðir fangelsa til að mæta því þegar umfangsmiklar sakamálarannsóknir valda því að margir sæta gæsluvarðhaldi á sama tíma? Hafa slíkar rannsóknir áhrif á boðun annarra í afplánun?
     7.      Hefur Fangelsismálastofnun þurft að hætta að boða fanga til afplánunar vegna aðstöðuleysis eða fjárhagsstöðu? Ef svo er, telur ráðherra þá stöðu ásættanlega?


Skriflegt svar óskast.