Ferill 363. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 536  —  363. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Indriða Inga Stefánssyni um samskipti við heilbrigðisstarfsfólk.


     1.      Hefur verið kannað hversu oft sjúklingur hefur ekki getað greint frá einkennum sínum í samskiptum við heilbrigðisstarfsfólk? Ef svo er, hvað leiddi könnunin í ljós? Ef svo er ekki, kæmi til greina að kanna hversu oft slíkt gerist?
    Nei, slíkt hefur ekki verið kannað. Óvíst er hvernig þess konar könnun ætti að fara fram á samskiptum sem heilbrigðisstarfsmenn eiga við notendur þjónustunnar og skipta þúsundum. Allir sjúklingar, sem eru ekki færir um að nota tungumál sem þjónustuveitandi skilur eða talar, eiga rétt á túlki þeim að kostnaðarlausu.

     2.      Kæmi til greina að útbúa íslenska þýðingu á orðum og hugtökum er snerta algenga verki, líkt og finna má á síðunni sayyourpain.com þar sem sjúklingar geta valið tungumál og bent á hvað amar að þeim?
    Í fyrirspurninni er vísað til almennra og algengra orða sem túlkur ætti auðvelt með að þýða.