Ferill 269. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 581  —  269. mál.




Svar


matvælaráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um ferðakostnað.


     1.      Hver var, frá og með árinu 2018, árlegur ferðakostnaður ráðuneytis og undirstofnana, flokkað eftir stofnun og hvort ferðakostnaður var vegna ferða innan lands eða erlendis?
Matvælaráðuneytið.
    Ráðuneytið tók til starfa 1. febrúar 2022. Miðast svar ráðuneytisins við þá dagsetningu en upplýsingarnar ná til 30. september 2023. Undir ráðuneytið heyra fimm undirstofnanir: Hafrannsóknastofnun, Matvælastofnun, Fiskistofa, Landgræðslan og Skógræktin.
    Meðfylgjandi tafla sýnir sundurliðun ferðakostnaðar ráðuneytisins til og með september 2023:


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hafrannsóknastofnun.

    Í heildarferðakostnaði Hafrannsóknastofnunar er frátalinn kostnaður við Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna þar sem sá kostnaður er greiddur af utanríkisráðuneytinu þó svo að stofnunin sinni umsýslu skólans. Einnig ber að hafa í huga að talsverður hluti ferðakostnaðar hjá Hafrannsóknastofnun er greiddur með styrkjum.
    Meðfylgjandi tafla sýnir sundurliðun ferðakostnaðar Hafrannsóknastofnunar til og með ágúst 2023:


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Matvælastofnun.
    Fargjöld innan lands í haustslátrun eru að megninu til vegna ferða erlendra eftirlitsdýralækna á starfsstöðvar á landsbyggðinni. MAST er eftirlitsstofnun og því er eðli starfseminnar að mikið sé um ferðir vegna eftirlits.
    Meðfylgjandi tafla sýnir sundurliðun ferðakostnaðar Matvælastofnunar frá árinu 2018 til og með ágúst 2023:


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fiskistofa.
    Ferðakostnaður Fiskistofu fellur að stærstum hluta til vegna ferða veiðieftirlitsstarfsfólks en það skýrist af eðli starfs þess. Í kostnaðartölum um ferðir erlendis er m.a. kostnaður vegna ferða starfsfólks Fiskistofu til landa þar sem verið er að vinna þróunarsamvinnuverkefni en utanríkisráðuneytið kemur að fjármögnun þess kostnaðar samkvæmt samningi stofnunarinnar og ráðuneytisins.
    Meðfylgjandi tafla sýnir sundurliðun ferðakostnaðar Fiskistofu frá árinu 2018 til og með ágúst 2023:


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Landgræðslan.
    Meðfylgjandi tafla sýnir sundurliðun ferðakostnaðar Landgræðslunnar frá árinu 2018 til og með september 2023:


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Skógræktin.
    Meðfylgjandi tafla sýnir sundurliðun ferðakostnaðar Skógræktarinnar frá árinu 2018 til og með október 2023:


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     2.      Hver er sundurliðun meðalferðakostnaðar, frá og með árinu 2018, samkvæmt reglum um ferðakostnað?
Matvælaráðuneytið.
    Meðfylgjandi tafla sýnir meðalferðakostnað ráðuneytisins eftir kostnaðarliðum frá árinu 2022 til og með september 2023:


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Hafrannsóknastofnun.
    Meðfylgjandi tafla sýnir ferðakostnað Hafrannsóknastofnunar frá árinu 2020 til og með ágúst 2023. Ekki var unnt að taka saman upplýsingar fyrir árin 2018 og 2019 þar sem upplýsingar um meðalferðakostnað þau ár liggja ekki fyrir.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Matvælastofnun.
    Meðfylgjandi tafla sýnir meðalkostnað vegna ferða Matvælastofnunar frá árinu 2018 til og með ágúst 2023.
    Á árinu 2021 var meðalferðakostnaður mun hærri en hin árin. Skýrist hækkunin af ferð til Moskvu í tengslum við kröfur tollabandalagsins vegna útflutnings íslenskra fyrirtækja á markaði bandalagsins.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fiskistofa.
    Svar Fiskistofu við 2. tölul. fyrirspurnar snýr einungis að ferðum erlendis frá árinu 2018 til og með ágúst 2023 þar sem upplýsingar um meðalkostnað vegna ferða innan lands liggja ekki fyrir. Ferða- og dvalarkostnaður erlendis var enginn árið 2021 vegna COVID-19.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Landgræðslan.
    Um innlendan ferðakostnað gildir það sem fram kemur í II. kafla reglna um greiðslu ferðakostnaðar vegna ferðalaga á vegum ríkisins, að útlagður kostnaður starfsmanna er greiddur samkvæmt framlögðum reikningum. Því var ekki hægt að taka saman innlendan ferðakostnað. Landgræðslan greiðir einungis flugkostnað þegar um samstarfsverkefni er að ræða.
    Meðfylgjandi tafla sýnir meðalferðakostnað Landgræðslunnar vegna ferða erlendis frá árinu 2018 til og með september 2023:

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Skógræktin.
    Meðfylgjandi tafla sýnir sundurliðun meðalferðakostnaðar Skógræktarinnar frá árinu 2018 til og með október 2023:


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     3.      Hver var meðalfjöldi ferða annars vegar og gistinátta hins vegar í ferðum ráðuneytis og hverrar undirstofnunar fyrir sig frá og með árinu 2018?
Matvælaráðuneytið.
    Meðfylgjandi tafla sýnir fjölda ferða og meðalfjölda gistinátta starfsfólks ráðuneytisins frá árinu 2022 til og með september 2023:


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hafrannsóknastofnun.
    Meðfylgjandi tafla sýnir fjölda ferða innan lands og erlendis ásamt meðalfjölda gistinátta erlendis frá árinu 2020 til og með ágúst 2023. Ekki reyndist unnt að taka saman upplýsingar um meðalfjölda gistinátta í ferðum innan lands.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Matvælastofnun.

    Meðfylgjandi tafla sýnir fjölda ferða og meðalfjölda gistinátta í ferðum erlendis á vegum Matvælastofnunar. Ekki reyndist unnt að taka saman upplýsingar um ferðir innan lands. Af 284 ferðum sem farnar voru frá árinu 2018 til og með ágúst 2023 var kostnaður við 103 af ferðum Matvælastofnunar greiddur af námskeiðs- og fundarhöldurum og því eru þær ferðir ekki í tölum um kostnað.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Fiskistofa.
    Meðfylgjandi tafla sýnir fjölda ferða og meðalfjölda gistinátta í ferðum erlendis á vegum Fiskistofu frá árinu 2018 til og með ágúst 2023. Ekki reyndist unnt að taka saman upplýsingar um ferðir innan lands. Fjöldi ferða var enginn árið 2021 vegna COVID-19.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Landgræðslan.

    Meðfylgjandi tafla sýnir fjölda ferða erlendis á vegum Landgræðslunnar frá árinu 2018 til og með september 2023. Ekki reyndist unnt að taka saman upplýsingar um ferðir innan lands. Ekki bárust svör um meðalfjölda gistinátta.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Skógræktin.

    Meðfylgjandi tafla sýnir fjölda ferða og meðalfjölda gistinátta starfsfólks Skógræktarinnar, sundurliðað eftir ferðalögum innan lands og erlendis til og með október 2023.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



     4.      Hver var meðalfjöldi fólks sem ferðaðist á vegum ráðuneytis og hverrar undirstofnunar fyrir sig frá og með árinu 2018?
Matvælaráðuneytið.
    Meðalfjöldi þeirra sem fór í hverja ferð á vegum ráðuneytisins frá og með árinu 2022 til ársins 2023 er 1,65.

Hafrannsóknastofnun.
    Meðfylgjandi tafla sýnir meðalfjölda ferðalanga í hverri ferð erlendis á vegum Hafrannsóknastofnunar frá árinu 2020 þegar ferðakerfið var tekið í notkun til og með ágúst 2023, að meðaltali 1,36. Ekki reyndist unnt að taka saman upplýsingar um ferðir innan lands.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Matvælastofnun.
    Meðfylgjandi tafla sýnir meðalfjölda ferðalanga í hverri ferð erlendis á vegum Matvælastofnunar frá árinu 2018 til og með ágúst 2023, að meðaltali 1,2. Ekki reyndist unnt að taka saman upplýsingar um ferðir innan lands.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Fiskistofa.
    Meðfylgjandi tafla sýnir meðalfjölda ferðalanga í hverri ferð erlendis á vegum Fiskistofu frá árinu 2018 til og með ágúst 2023, að meðaltali 1,12. Ekki reyndist unnt að taka saman upplýsingar um ferðir innan lands.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Landgræðslan.
    Meðfylgjandi tafla sýnir meðalfjölda ferðalanga í hverri ferð erlendis á vegum Landgræðslunnar frá árinu 2018 til og með september 2023, að meðaltali 1,3. Ekki reyndist unnt að taka saman upplýsingar um ferðir innan lands.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Skógræktin.
    Meðfylgjandi tafla sýnir meðalfjölda ferðalanga í ferðum á vegum Skógræktarinnar, sundurliðað eftir því hvort ferðin var innan lands eða erlendis, til og með október 2023.
    Meðalfjöldi er 1,91.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.