Ferill 516. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 591  —  516. mál.
Fyrirspurn


til háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um ívilnanir við endurgreiðslu námslána heilbrigðisstarfsfólks.

Frá Rögnu Sigurðardóttur.


     1.      Telur ráðherra að nýta eigi heimild í lögum nr. 60/2020, um Menntasjóð námsmanna, til ívilnunar við endurgreiðslu námslána vegna námsgreina, sbr. 27. gr. laganna, og vegna námsgreina á sérstökum svæðum, sbr. 28. gr.?
     2.      Er fyrirhugað að nýta heimild til ívilnunar við endurgreiðslu námslána vegna náms í heilbrigðisgreinum? Hefur ráðherra hafið vinnu við gerð skýrslu um mikilvægi þess að bregðast við viðvarandi eða fyrirsjáanlegum skorti á starfsfólki í starfsstéttum, til að mynda í stétt lækna, hjúkrunarfræðinga og í öðrum heilbrigðisstéttum, sbr. 2. tölul. 2. mgr. 27. gr.?
     3.      Er fyrirhugað að nýta heimild í 28. gr. til að hvetja lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk til að starfa á landsbyggðunum?
     4.      Hvenær hyggst ráðherra auka fjármagn til Menntasjóðs námsmanna til að standa undir ofangreindum ívilnunum, sbr. 4. tölul. 2. mgr. 27. gr. og 28. gr.?


Skriflegt svar óskast.