Ferill 556. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 681  —  556. mál.
Fyrirspurn


til matvælaráðherra um starfsleyfi fyrir blóðmerahald.

Frá Ásmundi Friðrikssyni.


     1.      Var blóðtaka úr fylfullum hryssum á tímabilinu 26. maí 2017 til og með 2. ágúst 2022 háð leyfi samkvæmt reglugerð um vernd dýra sem eru notuð í vísindaskyni, nr. 460/2017?
     2.      Giltu aðrar reglugerðir en reglugerð um blóðtökur á fylfullum hryssum, nr. 900/2022, frá 3. ágúst 2022 til og með 31. október 2023?
     3.      Hefur breyting verið gerð á gildissviði reglugerðar nr. 460/2017 síðan 3. ágúst 2022?
     4.      Er einhver vísindalegur tilgangur með blóðtöku úr fylfullum hryssum í skilningi reglugerðar nr. 900/2022? Ef svo er, í hverju felst hann?
     5.      Telur ráðherra að blóðtaka úr fylfullum hryssum sé starfsvenja í landbúnaði sem er á tilraunastigi í skilningi reglugerðar nr. 460/2017? Ef svo er, hve lengi getur starfsvenja verið á tilraunastigi?
     6.      Hefur brottfall reglugerðar nr. 900/2022 takmarkandi áhrif á þá sem nú þegar hafa fengið sérstakt leyfi til blóðtöku á grundvelli 20. gr. laga um velferð dýra, nr. 55/2013, sbr. 2. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar? Ef svo er, hver eru áhrifin og hefur ráðherra lagt mat á hvort slík takmörkun geti bakað ríkinu bótaskyldu?
     7.      Hvernig hyggst ráðherra nýta jarðnæði þar sem blóðmerar lifa allan ársins hring ef ekki fæst leyfi til atvinnugreinarinnar og hún bönnuð eða takmörkuð?


Skriflegt svar óskast.