Ferill 543. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 804  —  543. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.

Frá meiri hluta umhverfis- og samgöngunefndar (OPJ, BjarnJ, HSK, IÓI, NTF, VilÁ, ÞorbG, ÞSv).


     1.      Við 4. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Ráðherra skal setja reglugerð um aðliggjandi gámaumfermingarhafnir. Reglugerðin skal vera í samræmi við skrá sem framkvæmdastjórn ESB birtir annað hvert ár yfir aðliggjandi gámaumfermingarhafnir.
     2.      Við 5. gr.
                  a.      Í stað orðanna „á umsjónarríki“ í 1. mgr. komi: eftir umsjónarríkjum.
                  b.      Í stað orðsins „stjórnyfirvalda“ í 2. mgr. komi: stjórnvalda.
     3.      Á undan orðunum „um skyldu skipafélaga“ í 4. mgr. 11. gr. komi: tilgreint.
     4.      Í stað orðanna „handhöfn, auk millifærslu“ í 18. gr. komi: handhöfn og millifærslu.
     5.      Orðin „sbr. ákvæði til bráðabirgða III“ í 15. tölul. 1. mgr. 26. gr. falli brott.
     6.      Í stað orðanna „flugrakenda, skipafélags“ í 3. tölul. 1. mgr. 28. gr. komi: flugrekenda, skipafélaga.
     7.      Orðin „sbr. 2. mgr. sömu greinar“ í 3. mgr. 30. gr. falli brott.
     8.      Í stað orðanna „skv. 1. mgr. 31. gr.“ í 31. gr. komi: skv. 1. mgr. 30. gr.
     9.      Við 32. gr.
                  a.      Lokamálsliður 2. mgr. verði: Rekstraraðili flugvallar skal fylgja ákvæðum laga um loftferðir í kjölfar beiðni frá Umhverfisstofnun um að aftra för loftfars.
                  b.      Í stað orðanna „framkvæmdastjórn Evrópusambandsins“ í 1. málsl. 3. mgr. komi: eftirlitsstofnun EFTA.
     10.      Við 33. gr.
                  a.      Við 12. tölul. bætist: eins og hún var tekin upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 335/2023 frá 8. desember 2023.
                  b.      Við 13. tölul. bætist: eins og hún var tekin upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 334/2023 frá 8. desember 2023.
                  c.      Við 14. tölul. bætist: eins og hún var tekin upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 335/2023 frá 8. desember 2023.
                  d.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Með lögum þessum er ríkisstjórninni heimilað að staðfesta fyrir Íslands hönd ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 334/2023 frá 8. desember 2023 og nr. 335/2023 frá 8. desember 2023.
     11.      Við ákvæði til bráðabirgða II.
                  a.      Í stað orðanna „skil flugrekanda“ í 1. málsl. 4. mgr. komi: skil flugrekenda.
                  b.      Í stað orðanna „ráðstöfunum að markmiðum“ í 5. mgr. komi: ráðstöfunum til að uppfylla markmið.
                  c.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Ráðherra setur reglugerð um úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda til flugrekenda.
     12.      Við ákvæði til bráðabirgða VI.
                  a.      Í stað orðanna „er með“ í b-lið 2. mgr. komi: hefur.
                  b.      Í stað orðanna „þessa viðauka“ í a-lið 4. mgr. komi: þessa ákvæðis.
     13.      Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                      Ráðherra skal fyrir árslok áranna 2024 og 2025 gefa Alþingi skýrslu um efnahagsleg áhrif viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir á Ísland. Þar skulu koma fram upplýsingar um viðræður við Evrópusambandið vegna aðlögunar gagnvart öllum breytingum á regluverki ESB með losunarheimildir og með hvaða hætti best verður tekið tillit til sérstöðu Íslands m.a. vegna landfræðilegrar legu auk annarra þátta sem kunna að varða hagsmuni Íslands þegar aðlögun í flugi samkvæmt ákvæðum laganna lýkur.
     14.      Við I. viðauka.
                  a.      Í stað orðanna „þessa tilskipun“ í 1. tölul. komi: lög þessi.
                  b.      Í stað orðanna „eða Breska konungsríkisins“ í 29. röð í töflu komi: Bretlands.
                  c.      Í stað orðanna „tók flugið“ í e-lið 4. mgr. í 29. röð í töflu komi: hóf sig til flugs.