Ferill 696. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1038  —  696. mál.
Fyrirspurn


til félags- og vinnumarkaðsráðherra um uppbætur og styrki til hreyfihamlaðra einstaklinga vegna bifreiða.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


    Hversu margir einstaklingar fengu eftirfarandi uppbætur og styrki á grundvelli reglugerðar um uppbætur og styrki til hreyfihamlaðra einstaklinga vegna bifreiða, nr. 905/2021, og sambærilegra eldri reglugerða, árin 2016 til 2023:
     a.      uppbót vegna kaupa á bifreið,
     b.      styrk til kaupa á bifreið í fyrsta sinn,
     c.      styrk til kaupa á bifreið,
     d.      styrk til kaupa á sérútbúinni bifreið?
    Svarið óskast sundurliðað eftir ári og tegund uppbóta og styrkja.


Skriflegt svar óskast.