Ferill 760. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1154  —  760. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um teymi sérfræðinga um börn sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hversu mörgum málum hefur verið vísað til teymis sérfræðinga um börn sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni, sem ráðherra skipaði á grundvelli 13. gr. a laga um kynrænt sjálfræði, nr. 80/2019, 21. október 2022?
     2.      Hversu oft hefur teymið bent skjólstæðingum á viðeigandi jafningjafræðslu fólks með ódæmigerð kyneinkenni og hagsmunasamtaka þeirra, sbr. 2. mgr. fyrrnefndrar lagagreinar? Hvaða samstarfssamningar eru til staðar við hagsmunasamtök fólks með ódæmigerð kyneinkenni til að tryggja þessa þjónustu?
     3.      Hvað réð því að einungis voru skipaðir sérfræðingar í innkirtla- og skurðlækningum í teymið, í ljósi þess að fram kemur í greinargerð með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 154/2020 að jafnframt kunni að vera þörf á að skipa í það sérfræðinga í sálfræði, félagsráðgjöf og/eða kynjafræði?


Skriflegt svar óskast.