Ferill 767. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1161  —  767. mál.
Fyrirspurn


til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um grunnvatnshlot og vatnstöku í sveitarfélaginu Ölfusi.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hvaða grunnvatnshlot eru innan sveitarfélagsins Ölfuss og hvert er núverandi ástand þeirra?
     2.      Hvaða leyfi hafa verið veitt til vatnstöku úr þeim grunnvatnshlotum frá árinu 2020 og hvaða umsóknir liggja fyrir án þess að leyfi hafi verið afgreitt? Óskað er að fram komi nafn umsækjanda, eðli starfsemi, umfang vatnstöku, nafn grunnvatnshlots, hvort áformin snúi að því að nýta ferskvatn eða jarðsjó og hvenær umsókn var skilað inn og eftir atvikum afgreidd.
     3.      Hver er samanlögð vatnstaka innan sveitarfélagsins Ölfuss? Svar óskast greint eftir því hvort vatnstaka sé komin til framkvæmda, sé komin með leyfi, eða hvort um sé að ræða óafgreiddar umsóknir.
     4.      Liggja fyrir rannsóknir eða mat á því hversu mikla nýtingu fyrrgreind grunnvatnshlot þola, eða hvort umfangsmikil vinnsla á jarðsjó geti haft áhrif á straum ferskvatns á svæðinu?


Skriflegt svar óskast.