Ferill 786. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1193  —  786. mál.
Fyrirspurn


til félags- og vinnumarkaðsráðherra um skerðingar ellilífeyris.

Frá Jóhanni Friðriki Friðrikssyni.


     1.      Hvernig hafa skerðingar ellilífeyris þróast í krónum talið síðastliðin tíu ár?
     2.      Hvað getur haft áhrif á skerðingar ellilífeyris?
     3.      Hver hefur þróun frítekjumarks ellilífeyris verið í krónum talið síðastliðin tíu ár?
     4.      Hver væru skerðingarmörk nú í krónum talið ef þau hefðu fylgt sömu þróun og persónuafsláttur?
     5.      Hefur ráðuneytið gert greiningu á mismunandi fyrirkomulagi við framangreindar skerðingar með það í huga að breyta því, t.d. þannig að skerðingar verði eftir á?
     6.      Hvernig hefur sala eigna áhrif á skerðingar ellilífeyris?


Skriflegt svar óskast.