Ferill 1012. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1477 — 1012. mál.
Fyrirspurn
til forsætisráðherra um kostnað við auglýsingagerð, kynningarmál, viðburði og ráðstefnur.
Frá Berglindi Ósk Guðmundsdóttur.
1. Hver var kostnaður ráðuneytisins og stofnana þess við auglýsingagerð og kynningarmál árin 2022 og 2023? Svar óskast sundurliðað eftir auglýsingaherferðum.
2. Hvernig skiptist birtingarkostnaður ráðuneytisins og stofnana þess eftir innlendum og erlendum miðlum árin 2022 og 2023?
3. Hver var kostnaður ráðuneytisins og stofnana þess við viðburði og ráðstefnur árin 2022 og 2023?
Skriflegt svar óskast.