Ferill 935. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1511  —  935. mál.

1. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um Menntasjóð námsmanna, nr. 60/2020 (ábyrgðarmenn, námsstyrkir).

Frá Gísla Rafni Ólafssyni.


     1.      Á undan 1. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
             Við 2. mgr. 2. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Framfærslulán skal ekki vera lægra fyrir hvern mánuð í 100% námi en sem nemur grunnatvinnuleysisbótum skv. 2. mgr. 33. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006.
     2.      Á eftir 1. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
             Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:
              a.      Í stað tölunnar „44“ í 3. málsl. 1. mgr. kemur: 24.
              b.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                     Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er heimilt að greiða námslán miðað við fulla námsframvindu þótt hún hafi ekki verið uppfyllt. Þær einingar sem út af standa skulu skráðar og getur námsmaður nýtt sér slíkt svigrúm fyrir allt að 60 ECTS-einingar eða ígildi þeirra við nám sem er lánshæft skv. II. kafla.
     3.      Við 2. gr. bætist nýr liður, svohljóðandi: Í stað hlutfallstölunnar „30%“ í 2. mgr. 14. gr. laganna kemur: 40%.
     4.      Á eftir 2. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
             Á eftir 26. gr. laganna kemur ný grein, 26. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:

        Niðurfelling námslána.

             Heimilt er að fella niður námslán, að hluta eða öllu leyti, vegna verulegra fjárhagsörðugleika lántaka, alvarlegra og varanlegra veikinda lántaka, eða annarra sérstakra ástæðna. Ráðherra er heimilt að útfæra nánari skilyrði um hlutfall niðurfellingar, að fenginni umsögn stjórnar Menntasjóðs námsmanna og Landssamtaka íslenskra stúdenta.