Ferill 935. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1520  —  935. mál.

1. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um Menntasjóð námsmanna, nr. 60/2020 (ábyrgðarmenn og námsstyrkir).

Frá Indriða Inga Stefánssyni.


    Við 2. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Takmörkun skv. 5. málsl. við að skipta einu sinni um námsleið á ekki við ef lánþegi stundar nám sem er lagt niður og honum því gert ókleift að halda því námi áfram.

Greinargerð.

    Lagt er til að þrátt fyrir að eðlilegar ástæður geti legið því til grundvallar að takmarka það að nemandi skipti um nám eigi nemandi ekki að gjalda þess ef námsleið sem hann stundar er lögð niður.