Ferill 1069. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1552 — 1069. mál.
Frumvarp til laga
um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995 (Römpum upp Ísland).
Frá umhverfis- og samgöngunefnd.
1. gr.
2. gr.
Greinargerð.
Sú staða er uppi að verkefnið hefur gengið hraðar og betur en áætlað var. Búast má við því að rampur nr. 1.500 verði tekinn í notkun í lok árs 2024, en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að rampur nr. 1.000 yrði kominn í notkun í lok árs 2025. Þar sem bráðabirgðaákvæði XXVI í lögum um tekjustofna sveitarfélaga mælir fyrir um að heildarframlaginu skuli dreift á fjögur ár, þ.e. 50 millj. kr. á ári, samtals 200 millj. kr., er talið rétt að veita Jöfnunarsjóði skýra lagaheimild til að flýta greiðslum til að tryggja framgang verkefnisins. Er því lögð til sú breyting á ákvæðinu að heimild til framlags Jöfnunarsjóðs fyrir árið 2025 verði færð til ársins 2024.
Efni frumvarpsins gefur ekki tilefni til þess að ætla að það stangist á við stjórnarskrá eða alþjóðlegar skuldbindingar Íslands. Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á úthlutunarheimildum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem munu hafa jákvæð áhrif á aðgengismál fatlaðs fólks. Frumvarpið hefur hvorki áhrif á heildartekjur eða heildarútgjöld Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga né útgjöld eða tekjur sveitarfélaga í heild þar sem gert er ráð fyrir að eftirstöðvar framlagsins sem veitt verður til verkefnisins verði hluti af þeim framlögum sem þegar eru veitt úr fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á grundvelli 1. og 2. mgr. 13. gr. b laga um tekjustofna sveitarfélaga. Fjárhagsleg áhrif frumvarpsins á ríkissjóð eru engin.