Ferill 967. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
154. löggjafarþing 2023–2024.
Prentað upp.
Þingskjal 1693 — 967. mál.
Fyrirsögn.
Svar
háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra við fyrirspurn frá Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur og Birni Leví Gunnarssyni um skrifleg svör ráðherra við fyrirspurnum frá alþingismönnum.
1. Hvert er ferlið í ráðuneytinu þegar fyrirspurn skv. 57. gr. laga um þingsköp Alþingis berst frá alþingismanni sem óskar skriflegs svars? Hvernig er það skráð í skjalavistunarkerfi ráðuneytisins?
Fyrirspurnir frá Alþingi berast á netfang ráðuneytisins hvin@hvin.is. Við skráningu í Örk, skjalastjórnunarkerfi Stjórnarráðsins, stofnar skjalastjóri til nýs máls um erindið. Þá skráir skjalastjóri og bókar ábyrgðarmann (starfsmann) á málið í samræmi við tengiliðalista fyrir málefni og stofnanir. Skrifstofustjóri á skrifstofu framkvæmda og stjórnsýslu úthlutar málinu til sérfræðings sem tekur við vinnslu þess. Sérfræðingur metur þá hvort afla þurfi upplýsinga í svarið utan ráðuneytisins og leitar ef svo ber undir umsagnar/upplýsinga frá aðila máls eða hlutaðeigandi aðila sem býr yfir upplýsingum um mál. Það er gert með því að senda erindi til undirstofnunar eða annars aðila með ósk um aðstoð við svar til Alþingis. Drög að svari við erindi eru send skrifstofustjóra til rýni og afgreiðsla erindis borin undir ráðuneytisstjóra, ráðherra og aðstoðarmenn hans ef við á. Að lokum er mál afgreitt frá ráðuneytinu með þeim hætti að ritari ráðherra sendir svör til Alþingis ( skraning@althingi.is).
2. Hversu langur tími leið að jafnaði undanfarin þrjú ár frá því að fyrirspurn var útbýtt þar til ráðuneytið sendi forseta Alþingis skriflegt svar? Svar óskast sundurliðað eftir löggjafarþingum og fyrirspyrjendum.
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti (HVIN) tók til starfa 1. febrúar 2022, sbr. forsetaúrskurð um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands, nr. 6/2022. Samkvæmt upplýsingum úr skjalastjórnunarkerfi HVIN hafði alls 81 fyrirspurn borist þar sem óskað er skriflegs svars skv. 57. gr. laga um þingsköp Alþingis á tímabilinu 1. febrúar 2022 til 19. apríl 2024. Í eftirfarandi töflu má sjá umbeðna sundurliðun.
Þingskjal | Lgþ. | Málsheiti | Fyrirspyrjandi | Skráð | Sent Alþingi |
1542 | 154 | Ávinningur sjálfvirknivæðingar og gervigreindar | Indriði Ingi Stefánsson | 19.4.2024 | |
1530 | 154 | Rafræn skilríki og rafræn SIM-kort | Indriði Ingi Stefánsson | 18.4.2024 | |
1430 | 154 | Skrifleg svör ráðherra við fyrirspurnum frá alþingismönnum | Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir | 11.4.2024 | |
1284 | 154 | Nefndir á vegum ráðuneytisins og kostnaður vegna þeirra | Berglind Ósk Guðmundsdóttir | 19.3.2024 | |
1240 | 154 | Hatursorðræða og kynþáttahatur | Brynja Dan Gunnarsdóttir | 13.3.2024 | |
1219 | 154 | Styrkir til félagasamtaka | Berglind Ósk Guðmundsdóttir | 12.3.2024 | |
1158 | 154 | Námsgögn | Ágúst Bjarni Garðarsson | 6.3.2024 | |
1117 | 154 | Kostnaður við auglýsingagerð, kynningarmál, viðburði og ráðstefnur | Berglind Ósk Guðmundsdóttir | 23.2.2024 | |
1099 | 154 | Boð um fjárframlög til einkarekinna háskóla | Ingibjörg Isaksen | 22.2.2024 | |
998 | 154 | Stafrænar smiðjur | Björn Leví Gunnarsson | 6.2.2024 | 15.3.2024 |
843 | 154 | Uppbygging aðstöðu til jarðræktarrannsókna á Hvanneyri | Bjarni Jónsson | 18.12.2023 | 2.4.2024 |
591 | 154 | Ívilnanir við endurgreiðslu námslána heilbrigðisstarfsfólks | Ragna Sigurðardóttir | 22.11.2023 | 2.2.2024 |
549 | 154 | Myndefni gervigreindar | Halldór Auðar Svansson | 13.11.2023 | 15.12.2023 |
505 | 154 | Ljósleiðarasamband | Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir | 7.11.2023 | 27.2.2024 |
465 | 154 | Alþjóðlegar skuldbindingar | Björn Leví Gunnarsson | 26.10.2023 | 11.12.2023 |
430 | 154 | Verkefni sem hljóta nýsköpunarstyrk | Elva Dögg Sigurðardóttir | 26.10.2023 | 15.12.2023 |
407 | 154 | Samfélagsleg nýsköpun | Elva Dögg Sigurðardóttir | 25.10.2023 | 29.2.2024 |
406 | 154 | Eftirlit með netöryggi | Gísli Rafn Ólafsson | 25.10.2023 | 29.2.2024 |
346 | 154 | Brottfall úr háskólum og aðgerðir vegna kórónuveirufaraldurs | Gísli Rafn Ólafsson | 21.9.2023 | 2.4.2024 |
346 | 154 | Nýskráning léns | Indriði Ingi Stefánsson | 12.10.2023 | 15.12.2023 |
343 | 154 | Inntökupróf í læknisfræði | Indriði Ingi Stefánsson | 12.10.2023 | 12.12.2023 |
337 | 154 | Eldri iðngreinar | Indriði Ingi Stefánsson | 11.10.2023 | 18.12.2023 |
278 | 154 | Ferðakostnaður | Björn Leví Gunnarsson | 27.9.2023 | |
248 | 154 | Fjárveitingar til háskóla | Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir | 27.9.2023 | 9.11.2023 |
246 | 154 | Ábati af nýsköpunarstarfsemi | Aðalsteinn Haukur Sverrisson | 26.9.2023 | 29.2.2024 |
224 | 154 | Úthlutanir úr tækniþróunarsjóði | Líneik Anna Sævarsdóttir | 22.9.2023 | 1.11.2023 |
223 | 154 | Undanþága frá staðnámi | Líneik Anna Sævarsdóttir | 22.9.2023 | 31.10.2023 |
205 | 154 | Námslán og veikindi | Gísli Rafn Ólafsson | 21.9.2023 | 8.12.2023 |
202 | 154 | Áhrif verðbólgu á námslán | Gísli Rafn Ólafsson | 21.9.2023 | 8.12.2023 |
199 | 154 | Störf við stóriðju og sjókvíaeldi | Gísli Rafn Ólafsson | 27.9.2023 | 31.10.2023 |
2110 | 153 | Styrkir og samstarfssamningar | Bergþór Ólason | 9.6.2023 | 6.9.2023 |
2093 | 153 | Ljósleiðarasamband | Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir | 8.6.2023 | Ekki svarað |
2091 | 153 | Samband rannsóknarstofnana og ráðuneyta | Andrés Ingi Jónsson | 8.6.2023 | 21.7.2023 |
2031 | 153 | Heimildir stjórnenda Háskóla Íslands og Endurmenntunar Háskóla Íslands | Sigurjón Þórðarson | 8.6.2023 | 21.7.2023 |
1924 | 153 | Menntasjóður námsmanna | Steinunn Þóra Árnadóttir | 1.6.2023 | 21.7.2023 |
1845 | 153 | Viðurkenning á háskólagráðum erlendra einstaklinga | Bryndís Haraldsdóttir | 24.5.2023 | 21.7.2023 |
1817 | 153 | Endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna | Ásthildur Lóa Þórsdóttir | 24.5.2023 | 26.6.2023 |
1815 | 153 | Kynjahlutfall í háskólanámi | Bryndís Haraldsdóttir | 17.5.2023 | 4.9.2023 |
1803 | 153 | Endurmat útgjalda | Bryndís Haraldsdóttir | 16.5.2023 | 4.9.2023 |
1791 | 153 | Netöryggi | Indriði Ingi Stefánsson | 17.5.2023 | 5.6.2023 |
1781 | 153 | Útgefin sveinsbréf | Indriði Ingi Stefánsson | 16.5.2023 | 5.6.2023 |
1669 | 153 | Netöryggi | Indriði Ingi Stefánsson | 3.5.2023 | 5.6.2023 |
1633 | 153 | Fjarskipti í Kjósarhreppi | Gísli Rafn Ólafsson | 26.4.2023 | 26.6.2023 |
1626 | 153 | Ráð, nefndir, stjórnir, starfshópar og stýrihópar | Bryndís Haraldsdóttir | 26.4.2023 | 1.6.2023 |
1576 | 153 | Námslán | Björn Leví Gunnarsson | 19.4.2023 | 15.5.2023 |
1573 | 153 | Kínversk rannsóknarmiðstöð | Andrés Ingi Jónsson | 19.4.2023 | 5.6.2023 |
1511 | 153 | Fræðastörf við Háskóla Íslands | Eyjólfur Ármannsson | 31.3.2023 | 8.5.2023 |
1484 | 153 | Aðgerðir Háskóla Íslands gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi | Eyjólfur Ármannsson | 31.3.2023 | 8.5.2023 |
1460 | 153 | Sjóðir á vegum ráðuneytisins og stofnana þess | Hildur Sverrisdóttir | 30.3.2023 | 15.5.2023 |
1303 | 153 | Auglýsingar opinberra háskóla | Anna Kolbrún Árnadóttir | 14.3.2023 | 19.5.2023 |
1261 | 153 | Vaxtaákvarðanir Menntasjóðs námsmanna | Björn Leví Gunnarsson | 8.3.2023 | 31.3.2023 |
1184 | 153 | Staða umsóknar Íslands um aðild að Geimvísindastofnun Evrópu (ESA) | Magnús Árni Skjöld Magnússon | 24.2.2023 | 31.3.2023 |
1158 | 153 | Rafræn skilríki fyrir Íslendinga sem búa erlendis | Ásthildur Lóa Þórsdóttir | 21.2.2023 | 8.3.2023 |
1153 | 153 | Ráðning starfsfólks með skerta starfsorku | Ásmundur Friðriksson | 22.2.2023 | 31.3.2023 |
1104 | 153 | Auðkenning umsækjenda af hálfu ISNIC | Indriði Ingi Stefánsson | 13.2.2023 | 24.2.2023 |
1096 | 153 | Neyðarástand fjarskipta | Indriði Ingi Stefánsson | 13.2.2023 | 24.2.2023 |
1091 | 153 | Kostnaður vegna fjar- og staðnáms á háskólastigi | Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir | 8.2.2023 | 15.3.2023 |
1053 | 153 | Námslánataka eftir búsetu | Logi Einarsson | 2.2.2023 | 7.3.2023 |
1028 | 153 | Byggingarrannsóknir og rannsóknir tengdar rakavandamálum | Lilja Rafney Magnúsdóttir | 2.2.2023 | 15.3.2023 |
999 | 153 | Leikskólakennaranám | Sigmundur Davíð Gunnlaugsson | 26.1.2023 | 16.3.2023 |
980 | 153 | Viðbrögð við vanvirðandi framkomu af hálfu ráðherra eða ráðuneytisstjóra og sálfræðiþjónusta fyrir starfsmenn ráðuneyta | Helga Vala Helgadóttir | 26.1.2023 | 8.3.2023 |
740 | 153 | Skipulag og stofnanir ráðuneytisins | Diljá Mist Einarsdóttir | 12.12.2022 | 16.3.2023 |
631 | 153 | Fjölgun starfsfólks og embættismanna | Helga Vala Helgadóttir | 30.11.2022 | 24.1.2023 |
538 | 153 | Farsímasamband | Högni Elfar Gylfason | 17.11.2022 | 6.12.2022 |
526 | 153 | Áskrift að dagblöðum, tímaritum og öðrum miðlum | Björn Leví Gunnarsson | 22.11.2022 | 19.5.2023 |
460 | 153 | Staða námslána hjá Menntasjóði námsmanna | Steinunn Þóra Árnadóttir | 15.11.2022 | 13.2.2023 |
453 | 153 | Uppbygging fjarskipta í dreifbýli | Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir | 9.11.2022 | 23.11.2022 |
241 | 153 | Ferðakostnaður og dagpeningar ráðherra | Björn Leví Gunnarsson | 30.9.2022 | 21.10.2022 |
157 | 153 | Rafræn skilríki í Evrópu | Hanna Katrín Friðriksson | 20.10.2022 | 15.11.2022 |
15 | 153 | Ívilnanir hjá Menntasjóði námsmanna | Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir | 8.6.2023 | 21.7.2023 |
873 | 152 | Staða kvenna í nýsköpun | Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir | 7.4.2022 | 15.6.2022 |
851 | 152 | Landshlutasamtök og umhverfismál | Hilda Jana Gísladóttir | 7.4.2022 | 12.5.2022 |
789 | 152 | Skipanir í stjórnir, starfshópa, nefndir, ráð o.þ.h. | Hilda Jana Gísladóttir | 4.4.2022 | 12.5.2022 |
762 | 152 | Úrskurðir málskotsnefndar Menntasjóðs námsmanna | Helga Þórðardóttir | 11.4.2022 | 12.5.2022 |
757 | 152 | Rafræn skilríki | Björn Leví Gunnarsson | 16.6.2022 | 27.6.2022 |
746 | 152 | Styrkumsóknir hjá Nýsköpunarsjóði Evrópu og nýsköpunarlausnir í loftslagsmálum | Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir | 8.4.2022 | 15.6.2022 |
722 | 152 | Tímabundnar ívilnanir við endurgreiðslu námslána | Halla Signý Kristjánsdóttir | 11.4.2022 | 12.5.2022 |
498 | 152 | Farsímasamband í dreifbýli | Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir | 11.2.2022 | 3.3.2022 |
482 | 152 | Samskipti við hagsmunaverði og skráning þeirra | Ásthildur Lóa Þórsdóttir | 11.2.2022 | 21.2.2022 |
317 | 152 | Geimvísindastofnun Evrópu | Björn Leví Gunnarsson | 18.1.2022 | 21.2.2022 |
308 | 152 | Fjarnám í Háskóla Íslands | Björn Leví Gunnarsson | 18.1.2022 | 7.2.2022 |
3. Hvaða aðilar í ráðuneytinu sjá um vinnslu skriflegra svara, frágang þeirra, yfirlestur og sendingu til forseta Alþingis? Hversu langan tíma tók hvert þessara skrefa að jafnaði undanfarin þrjú ár? Svar óskast sundurliðað eftir löggjafarþingum og fyrirspyrjendum.
Hér vísast til svars við 1. tölul. fyrirspurnarinnar. Upplýsingar um vinnslutíma sem varðar einstaka þætti í undirbúningi svars við fyrirspurn frá Alþingi, þegar óskað hefur verið eftir skriflegu svari, eru ekki tiltækar í skjalasafni ráðuneytisins. Sumar fyrirspurnir kunna að taka lengri tíma í vinnslu en þá fimmtán daga sem lögin segja til um. Í þeim tilvikum eru gögn og upplýsingar ekki fyrirliggjandi og útbúa þarf gögn hjá stofnunum og samstarfsaðilum ráðuneytisins. Þá er leitast við að gera forseta Alþingis grein fyrir drætti sem kann að verða á svari, sbr. 6. mgr. 57. gr. laga um þingsköp Alþingis.