Ferill 1017. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1701  —  1017. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Berglindi Ósk Guðmundsdóttur um kostnað við auglýsingagerð, kynningarmál, viðburði og ráðstefnur.


     1.      Hver var kostnaður ráðuneytisins og stofnana þess við auglýsingagerð og kynningarmál árin 2022 og 2023? Svar óskast sundurliðað eftir auglýsingaherferðum.
    Um er að ræða svör frá viðkomandi stofnunum sem ráðuneytið hafði milligöngu um að afla. Enginn kostnaður af þessum toga féll til hjá tveimur undirstofnunum fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Bankasýslu ríkisins og yfirskattanefnd.

2022 2023
Fjármála- og efnahagsráðuneyti
    Hönnun vegna auglýsinga og annars kynningarefnis 501.150 724.307
    Kynningar og opinberir fundir 589.151 571.739
    Starfsauglýsingar 1.884.172 766.147
    Tengjum ríkið, ráðstefna á vegum Stafræns Íslands 0 2.741.808
    Verkefnastofa um samgöngugjöld, auglýsingar og kynningarefni vegna kílómetragjalds 0 22.232.064
Fjársýsla ríkisins
    Ísland 2020, atvinnuhættir og menning 441.539 0
    Starfsauglýsingar 2.074.142 370.567
    Vörumerkjabreyting 1.386.750 1.863.075
Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir
    Auglýsingar á útboðum og markaðskönnunum 1.499.927 5.795.803
    Grafísk hönnun vegna auglýsinga og annars efnis 265.980 390.600
    Starfsauglýsingar 0 390.864
Skatturinn
    Auglýsingar um framtalsskil, álagningu, ársreikningaskil, greiðsluáskoranir, o.fl. 15.658.510 11.037.937
    Starfsauglýsingar 8.005.745 1.309.799
Ríkiskaup
    Nýsköpunardagur hins opinbera 290.673
    Starfsauglýsingar 236.175 75.054
Umbra – þjónustumiðstöð Stjórnarráðsins
    Birtingar á ja.is og 1819.is fyrir Stjórnarráð Íslands 492.000 490.000


     2.      Hvernig skiptist birtingarkostnaður ráðuneytisins og stofnana þess eftir innlendum og erlendum miðlum árin 2022 og 2023?
    Enginn kostnaður af þessum toga féll til hjá tveimur undirstofnunum fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Bankasýslu ríkisins og yfirskattanefnd.

2022 2023
Fjármála- og efnahagsráðuneyti
    Innlendir miðlar 1.884.172 766.147
    Erlendir miðlar 17.000 15.000
Fjársýsla ríkisins
    Innlendir miðlar 3.902.431 2.233.642
    Erlendir miðlar 0 0
Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir
    Innlendir miðlar 1.029.927 5.716.667
    Erlendir miðlar 470.000 470.000
Ríkiskaup
    Innlendir miðlar 236.175 365.727
    Erlendir miðlar 0 0
Skatturinn
    Innlendir miðlar 23.637.326 12.285.604
    Erlendir miðlar 26.829 62.132
Umbra – þjónustumiðstöð Stjórnarráðsins
    Innlendir miðlar 492.000 490.000
    Erlendir miðlar 0 0

     3.      Hver var kostnaður ráðuneytisins og stofnana þess við viðburði og ráðstefnur árin 2022 og 2023?
    Kostnaður vegna viðburða og ráðstefna sem birtur er hér að neðan kann að vera hluti af kostnaði sem þegar hefur verið tilgreindur bæði í 1. og 2. lið fyrirspurnarinnar. Enginn kostnaður af þessum toga féll til hjá þremur undirstofnunum fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Bankasýslu ríkisins, Umbru og yfirskattanefnd.

2022 2023
Fjármála- og efnahagsráðuneytið alls 0 2.741.808
Fjársýslan alls 3.903.616 4.143.025
Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir alls 0 4.935.228
Ríkiskaup alls 527.189 674.719
Skatturinn alls 6.512.062 1.407.375