Ferill 1120. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1722 — 1120. mál.
Fyrirspurn
til félags- og vinnumarkaðsráðherra um aðstoð við erlenda ríkisborgara.
Frá Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur.
1. Hversu margir erlendir ríkisborgarar hafa óskað eftir aðstoð sveitarfélaga, sbr. 15. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, á sl. fimm árum? Svar óskast sundurliðað eftir mánuðum og því hvort umsókn hafi verið samþykkt eða henni synjað.
2. Hvaða þjónusta eða aðstoð hefur verið veitt á grundvelli ákvæðisins á sl. fimm árum? Svar óskast sundurliðað eftir mánuðum og fjölda einstaklinga sem þegið hafa viðkomandi þjónustu eða aðstoð.
Skriflegt svar óskast.