Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill málsins.
88. löggjafarþing 1967–68.
Þskj. 396  —  111. mál.




ÞINGSÁLYKTUN

     um rekstur fiskibáta.



    Neðri deild Alþingis ályktar að fela ríkisstjórninni að láta framkvæma nú þegar sérstaka athugun á því, hversu margir fiskibátar í landinu munu ekki verða gerðir út á vetrarvertíðinni vegna fjárhagsörðugleika viðkomandi útgerða, eða af öðrum orsökum, og hversu mikils fjár er þörf, til þess að unnt sé að hefja útgerð þeirra. Niðurstöður þessarar athugunar sundurliðist eftir skráningarumdæmum.
    Leiði þessi athugun í ljós verulega þörf fyrir aukið rekstrarfé, kanni ríkisstjórnin möguleika á útvegun þess og geri aðrar tiltækar ráðstafanir til að tryggja, að rekstrarhæfir bátar, sem henta til vetrarútgerðar, verði gerðir út.


Samþykkt í neðri deild Alþingis 19. marz 1968.