Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill málsins.
92. löggjafarþing 1971–72.
Þskj. 61  —  35. mál.




ÞINGSÁLYKTUN

     um fullgilding samnings milli Danmerkur, Finnlands, Íslands,

Noregs og Svíþjóðar um samstarf á sviði menningarmála.



    Alþingi ályktar að veita ríkisstjórninni heimild til þess að fullgilda fyrir Íslands hönd samning milli Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar um samstarf á sviði menningarmála, sem undirritaður var í Helsingfors 15. marz 1971 og prentaður er hér sem fylgiskjal. Sjá neðamálsgrein 1 1

Samþykkt á Alþingi 2. nóvember 1971.

Neðanmálsgrein: 1
1 Sjá Stjórnartíðindi 1972, C-deild, 2.– 19. bls.