Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill málsins.
92. löggjafarþing 1971–72.
Þskj. 672  —  78. mál.
ÞINGSÁLYKTUN

     um rekstrarlán iðnfyrirtækja.    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að hlutast til um, að Seðlabankinn veiti viðskiptabönkunum nú þegar sérstök lán til að koma rekstraraðstöðu iðnfyrirtækja í viðunandi horf. Rekstrarlán til þeirra fyrirtækja, sem sett geta viðunandi tryggingu, verði veitt í samræmi við þær lágmarksreglur, sem nú skal greina:
     a.      Fyrirtækin fái víxlasöluheimild (víxilkvóta) til sölu á allt að 90 daga löngum víxlum, er nemi allt að þriggja mánaða framleiðslu þeirra.
     b.      Auk þess fái fyrirtækin yfirdráttarheimild á reikningslánum (hlaupareikningsyfirdrátt), er svari til þriggja mánaða kaupgreiðslu viðkomandi fyrirtækis.
    Að því er varðar báða ofangreinda liði, skal miðað við meðaltalsframleiðslu og meðaltalskaupgreiðslur s.l. tvö ár.


Samþykkt á Alþingi 2. maí 1972.