Sigríður Á. Andersen

Sigríður Á. Andersen

Þingseta

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2015–2021 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður október 2008, október–nóvember og desember 2012 til janúar 2013, mars 2013, Reykjavíkurkjördæmis suður júní og júlí 2013, febrúar, mars og desember 2014 og janúar–júní 2015 (Sjálfstæðisflokkur).

Dómsmálaráðherra 2017–2019.

Æviágrip

Fædd í Reykjavík 21. nóvember 1971. Foreldrar: Geir Ragnar Leví Andersen (fæddur 8. september 1934) blaðamaður og Brynhildur Kristinsdóttir Andersen (fædd 28. maí 1938, dáin 11. mars 2019) húsmóðir og skrifstofumaður. Maki: Glúmur Jón Björnsson (fæddur 19. september 1969) efnafræðingur. Foreldrar: Björn Búi Jónsson og Hildur Björg Sverrisdóttir. Dætur: Brynhildur (2005), Áslaug (2009).

Stúdentspróf MR 1991. Lögfræðipróf HÍ 1999. Hdl. 2001.

Lögfræðingur hjá Verslunarráði Íslands 1999–2005. Í dómstólaráði 2004–2009. Héraðsdómslögmaður hjá LEX 2007–2015. Í nefnd um heildarendurskoðun laga nr. 19/1966, um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, 2013–2014. Dómsmálaráðherra frá 11. janúar 2017 til 14. mars 2019.

Í stjórn Andríkis, útgáfufélags, 1995–2006. Í ritstjórn Vefþjóðviljans 1995–2006. Í stjórn Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, 1996–1997. Í stjórn Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, og í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins 2005–2009. Formaður Félags Sjálfstæðismanna í Vestur- og Miðbæ 2006–2009. Formaður Spánsk-íslenska viðskiptaráðsins 2007–2011. Einn stofnenda Advice-hópsins og talsmaður gegn Icesave 2011. Í stjórn Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins 2013–2017.

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2015–2021 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður október 2008, október–nóvember og desember 2012 til janúar 2013, mars 2013, Reykjavíkurkjördæmis suður júní og júlí 2013, febrúar, mars og desember 2014 og janúar–júní 2015 (Sjálfstæðisflokkur).

Dómsmálaráðherra 2017–2019.

Efnahags- og viðskiptanefnd 2015–2017, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 2015, utanríkismálanefnd 2019–2021 (formaður 2019–2021).

Íslands­deild þings Öryggis- og samvinnu­stofnunar Evrópu 2015–2016, Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins 2019–2021 (formaður 2019–2021), þingmannanefnd Íslands og ESB 2019–2021 (formaður 2019–2021).

Æviágripi síðast breytt 31. janúar 2022.

Áskriftir