Eðvarð Sigurðsson

Eðvarð Sigurðsson

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður (Reykvíkinga) 1959–1971, alþingismaður Reykvíkinga 1971–1979 (Alþýðubandalag).

Varaþingmaður Reykvíkinga nóvember 1957.

2. varaforseti sameinaðs þings 1971–1974, 1. varaforseti sameinaðs þings 1974, 2. varaforseti neðri deildar 1978–1979.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Nýjabæ í Garði 18. júlí 1910, dáinn 9. júlí 1983. Foreldrar: Sigurður Eyjólfsson (fædd 22. júní 1876, dáin 15. mars 1921) sjómaður og kona hans Ingibjörg Sólveig Jónsdóttir (fædd 27. júlí 1885, dáin 8. maí 1966) húsmóðir.

Vann ýmis verkamannastörf í Reykjavík til 1944, er hann gerðist starfsmaður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar og varð það ævistarf hans.

Í stjórn Verkamannafélagsins Dagsbrúnar frá 1942, formaður 1961–1982. Formaður Verkamannasambands Íslands frá stofnun þess 1964–1975. Átti sæti í nefnd sem undirbjó lög um atvinnuleysistryggingar 1956. Í stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs frá stofnun hans 1956. Í verðlagsnefnd landbúnaðarvara (Sexmannanefnd) 1959–1971. Átti og sæti í nefndum, sem endurskoðuðu lög um slysatryggingar og atvinnuleysistryggingar. Fulltrúi Alþýðusambands Íslands á ársfundum Alþjóðavinnumálaskrifstofunnar í Genf 1955 og 1957. Kosinn 1967 í milliþinganefnd um staðgreiðslukerfi opinberra gjalda. Skipaður 1973 í lífeyrissjóðanefnd.

Landskjörinn alþingismaður (Reykvíkinga) 1959–1971, alþingismaður Reykvíkinga 1971–1979 (Alþýðubandalag).

Varaþingmaður Reykvíkinga nóvember 1957.

2. varaforseti sameinaðs þings 1971–1974, 1. varaforseti sameinaðs þings 1974, 2. varaforseti neðri deildar 1978–1979.

Æviágripi síðast breytt 23. september 2019.

Áskriftir