Brynjar Níelsson

Þingseta
Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2013–2016, alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2016–2021 (Sjálfstæðisflokkur).
2. varaforseti Alþingis 2017–2021.
Æviágrip
Fæddur í Reykjavík 1. september 1960. Foreldrar: Níels Helgi Jónsson (fæddur 23. maí 1921, dáinn 31. desember 2005) bifreiðarstjóri og Dóra Unnur Guðlaugsdóttir (fædd 6. ágúst 1925, dáin 12. desember 2017) húsmóðir, matráðskona og verslunarmaður. Maki: Arnfríður Einarsdóttir (fædd 1. apríl 1960) Landsréttardómari og forseti Félagsdóms. Foreldrar: Einar Þorsteinsson og Henný Dagný Sigurjónsdóttir. Synir: Einar (1989), Helgi (1991).
Stúdentspróf MH 1981. Embættispróf í lögfræði HÍ 1986. Hdl. 1989. Hrl. 1998.
Fulltrúi yfirborgarfógetans í Reykjavík 1986–1991. Hefur rekið eigin lögmannsstofu síðan 1991.
Formaður Lögmannafélags Íslands 2010–2012.
Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2013–2016, alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2016–2021 (Sjálfstæðisflokkur).
2. varaforseti Alþingis 2017–2021.
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 2013–2016, 2017 (formaður 2017) og 2017–2021, umhverfis- og samgöngunefnd 2013–2014, velferðarnefnd 2014–2015, efnahags- og viðskiptanefnd 2015–2017, 2017 og 2017–2021.
Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins 2013, Íslandsdeild Norðurlandaráðs 2016 og 2017, Íslandsdeild þingmannanefnda EFTA og EES 2017–2021, þingmannanefnd Íslands og ESB 2018–2021.
Æviágripi síðast breytt 26. janúar 2022.