Þórunn Egilsdóttir

Þórunn Egilsdóttir

Þingseta

Alþingismaður Norðausturkjördæmis 2013–2021 (Framsóknarflokkur).

2. varaforseti Alþingis 2015–2016. 1. varaforseti Alþingis 2016–2017. 5. varaforseti Alþingis 2017. 4. varaforseti Alþingis 2017–2019.

Formaður þingflokks Framsóknarflokksins 2015 og 2016–2021.

Minningarorð

Æviágrip

Fædd í Reykjavík 23. nóvember 1964, dáin 9. júlí 2021. Foreldrar: Egill Ásgrímsson (fæddur 1. apríl 1943) bólstrari og Sigríður Lúthersdóttir (fædd 28. apríl 1939). Maki: Friðbjörn Haukur Guðmundsson (fæddur 21. apríl 1946) bóndi. Foreldrar: Guðmundur Jónsson og Guðlaug Valgerður Friðbjarnardóttir. Börn: Kristjana Louise (1989), Guðmundur (1990), Hekla Karen (2004).

Stúdentspróf VÍ 1984. B.Ed.-próf KHÍ 1999.

Sauðfjárbóndi síðan 1986. Grunnskólakennari 1999–2008, áður leiðbeinandi. Skólastjórnandi 2005–2008. Verkefnastjóri hjá Þekkingarneti Austurlands, nú Austurbrú, 2008–2013. Í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 2010–2014, oddviti 2010–2013.

Formaður Málfundafélags VÍ 1983–1984. Í stjórn Kvenfélagsins Lindarinnar 1991–1998. Í félagsmálanefnd Vopnafjarðarhrepps 1998–2006. Í stjórn Menntasjóðs Lindarinnar síðan 1998, formaður 2006–2010. Í orlofsnefnd húsmæðra á Austurlandi 2001–2009. Í stjórn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2010–2014. Í sveitarstjórnarráði Framsóknarflokksins 2010–2014. Í miðstjórn Framsóknarflokksins síðan 2010. Í ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2011–2015. Í hreindýraráði 2011–2016. Formaður samgönguráðs 2018–2021.

Alþingismaður Norðausturkjördæmis 2013–2021 (Framsóknarflokkur).

2. varaforseti Alþingis 2015–2016. 1. varaforseti Alþingis 2016–2017. 5. varaforseti Alþingis 2017. 4. varaforseti Alþingis 2017–2019.

Formaður þingflokks Framsóknarflokksins 2015 og 2016–2021.

Atvinnuveganefnd 2013–2016, velferðarnefnd 2013–2015, allsherjar- og menntamálanefnd 2016–2017 (formaður 2016–2017) og 2019–2020, kjörbréfanefnd 2017, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 2017–2021, efnahags- og viðskiptanefnd 2021.

Íslandsdeild NATO-þingsins 2013–2016 (formaður), Íslandsdeild Norðurlandaráðs 2016, Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 2017–2021.

Æviágripi síðast breytt 27. janúar 2022.

Áskriftir