Ingibjörg Þórðardóttir

Ingibjörg Þórðardóttir

Þingseta

Varaþingmaður Norðausturkjördæmis október 2015, maí 2017, apríl og október 2018 og ágúst–september 2019 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

Æviágrip

Fædd í Neskaupstað 20. maí 1972. Foreldrar: Þórður Þórðarson (fæddur 18. október 1948) og Anna Margrét Björnsdóttir (fædd 11. janúar 1951). Maki: Guðmundur Arnar Guðmundsson (fæddur 10. september 1971) vélvirkjameistari og framhaldsskólakennari. Börn: Anna Margrét (1995), Þórður (2001).

Stúdentspróf frá Menntaskólanum á Egilsstöðum 1993. B.Ed.-próf frá Háskólanum á Akureyri 1998. Hefur lokið 165 einingum til BA-gráðu í íslensku við Háskóla Íslands. Framhaldsskólakennaraleyfi 2010.

Vann við ýmis störf fyrir 1998, einkum skrifstofu- og þjónustustörf. Kennari í Síðuskóla á Akureyri vorið 1998. Kennari í Nesskóla í Neskaupstað 1998–2003. Íslenskukennari við Verkmenntaskóla Austurlands frá 2003. Starfaði við skipulagningu þungarokkshátíðarinnar Eistnaflugs 2011–2017.

Varaþingmaður Norðausturkjördæmis október 2015, maí 2017, apríl og október 2018 og ágúst–september 2019 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

Æviágripi síðast breytt 20. september 2019.

Áskriftir