Gunnar Hrafn Jónsson

Gunnar Hrafn Jónsson

Þingseta

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2016–2017 (Píratar).

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 13. júní 1981. Foreldrar: Jón Ormur Halldórsson stjórnmálafræðingur (fæddur 5. mars 1954), stjúpmóðir Auður Edda Jökulsdóttir (fædd 17. nóvember 1966), móðir Jónína Leósdóttir rithöfundur og varaþingmaður (fædd 16. maí 1954). Dóttir Gunnars og Kolbrúnar Kristínar Karlsdóttur: Nína (2014).

Háskólanám við The Open University of Hong Kong 2001–2003, háskólanám við Open University of the UK 2003–2005, B.Sc.-gráða (Hons) frá The Open University – Social Sciences 2005.

Blaðamaður Tölvuheims 1996–2000. Dagskrárgerðarmaður hjá Dægurmálaútvarpi Rásar 2 1996–1997. Greinaskrif fyrir útgáfufyrirtækið Fróða 1999–2005. Greinaskrif fyrir The Scandinavian Newsletter í Peking 2002–2003. Borgarleikhúsið – styrkur til áframhaldandi þróunar á leikriti 2006. Blaðamaður Reykjavík Grapevine 2006. Þýðingar fyrir erlend fyrirtæki 2007. Greinaskrif fyrir Morgunblaðið og Frjálsa verslun 2007. Fréttamaður RÚV 2008–2016.

Sat í stjórn Barnaheilla 2015–2016.

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2016–2017 (Píratar).

Allsherjar- og menntamálanefnd 2017.

Æviágripi síðast breytt 30. október 2017.