Smári McCarthy

Smári McCarthy

Þingseta

Alþingismaður Suðurkjördæmis síðan 2016 (Píratar).

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 7. febrúar 1984. Foreldrar: Eugene McCarthy (fæddur 9. apríl 1948, dáinn 11. júní 1994) verkamaður og Kolbrún Óskarsdóttir (fædd 15. ágúst 1949) verkakona.

Stúdentspróf FÍV 2004. Stundaði nám í stærðfræði við HÍ 2005–2007.

Ýmis fiskvinnslustörf samhliða grunnskólanámi. Forritari hjá SALT Systems 2000–2001. Forritari hjá Þjóðskjalasafni Íslands 2001–2002. Verkefnastjóri á umhverfis- og framkvæmdasviði Vestmannaeyjabæjar 2004–2007. Verkefnastjóri hjá Fab Lab, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, 2008–2009. Forritari hjá 1984 ehf. 2010–2012. Framkvæmdastjóri IMMI, alþjóðlegrar stofnunar um upplýsinga- og tjáningarfrelsi, 2010–2013. Yfirráðgjafi (principal consultant) hjá Thoughtworks 2013–2014. Tæknistjóri (chief technology officer) hjá Organized Crime and Corruption Reporting Project 2014–2016.

Í stjórn nemendafélags FÍV 2003–2004. Í stjórn Stiguls, félags stærðfræði- og eðlisfræðinema, 2007–2008. Sjálfboðaliði hjá WikiLeaks 2010. Í stjórn Hakkavélarinnar 2010–2011. Í stjórn Stjórnarskrárfélagsins 2010–2011. Í stjórn IMMI 2013–2016. Formaður Evrópskra Pírata 2015–2017. Í samráðsnefnd um veiðigjöld síðan 2018. Formaður Pírata 2019–2020.

Alþingismaður Suðurkjördæmis síðan 2016 (Píratar).

Efnahags- og viðskiptanefnd 2016–2017 og 2018–, atvinnuveganefnd 2017–2018, utanríkismálanefnd 2017–.

Íslandsdeild þingmannanefnda EFTA og EES 2017– (formaður 2017–).

Æviágripi síðast breytt 14. október 2020.

Áskriftir