Eiríkur Einarsson

Eiríkur Einarsson

Þingseta

Alþingismaður Árnesinga 1919–1923 (utan flokka (Framsóknarflokkur)), 1933–1934, 1942–1951, landskjörinn alþingismaður (Árnesinga ) 1937–1942 (Sjálfstæðisflokkur).

Landskjörinn varaþingmaður (Árnesinga) október–desember 1935 og allt þingið 1936.

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur á Hæli í Gnúpverjahreppi 2. mars 1885, dáinn 13. nóvember 1951. Foreldrar: Einar Gestsson (fæddur 13. október 1843, dáinn 31. janúar 1920) bóndi þar og kona hans Steinunn Vigfúsdóttir Thorarensen (fædd 24. júní 1848, dáin 2. janúar 1911) húsmóðir. Föðurbróðir Steinþórs Gestssonar alþingismanns og móðurbróðir Einars Ingimundarsonar alþingismanns. Maki (26. maí 1923) Alfa Pétursdóttir (fædd 9. júlí 1903, dáin 20. júní 1942) húsmóðir. Foreldrar: Pétur Halldórsson og kona hans Jónína Jónsdóttir.

Stúdentspróf MR 1909. Lögfræðipróf HÍ 1913. Yfirdómslögmaður 1913.

Yfirdómslögmaður í Reykjavík 1913–1915. Lögreglustjóri á Siglufirði sumarið 1913. Sýslumaður í Árnessýslu 1915–1917. Útibússtjóri Landsbankans á Selfossi 1918–1930. Fluttist þá til Reykjavíkur og var síðan fulltrúi bankans þar.

Alþingismaður Árnesinga 1919–1923 (utan flokka (Framsóknarflokkur)), 1933–1934, 1942–1951, landskjörinn alþingismaður (Árnesinga ) 1937–1942 (Sjálfstæðisflokkur).

Landskjörinn varaþingmaður (Árnesinga) október–desember 1935 og allt þingið 1936.

Hann var skáldmæltur og út kom bókin Vísur og kvæði (1951, 1995), ljóð og vísur af ýmsu tagi, einn kafli nefnist Þingdylgjur.

Æviágripi síðast breytt 19. júní 2015.

Áskriftir