Eiríkur Ó. Kúld

Eiríkur Ó. Kúld

Þingseta

Alþingismaður Snæfellinga 1853, 1855 og 1857 (varaþingmaður, kjörinn alþingismaður Snæfellinga 1852 var sr. Friðrik Eggerz), alþingismaður Barðstrendinga 1865 og 1867 (varaþingmaður), 1869–1885.

Varaforseti efri deildar 1875–1877.

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur í Flatey á Breiðafirði 12. júní 1822, dáinn 19. júlí 1893. Foreldrar: Ólafur Sívertsen (fæddur 24. maí 1790, dáinn 27. maí 1860) alþingismaður og kona hans Jóhanna Friðrika Eyjólfsdóttir (fædd 31. maí 1798, dáin 23. ágúst 1865) húsmóðir. Maki (17. júní 1844) Þuríður Kúld (fædd 2. nóvember 1823, dáin 26. desember 1899) húsmóðir. Foreldrar: Sveinbjörn Egilsson og kona hans Helga Benediktsdóttir Gröndal. Systir Egils Egilsonar alþingismanns. Börn: Jóhanna Friðrika (1845), Sveinbjörn Egilsson (1846), Helga Ragnhildur (1847), Ólafur (1849), Ólavía Helga (1852), Árni (1855), María Katrín (1856), Sveinbjörn Ólafur Árni (1857), Brynjólfur Þorvaldur (1864).

  Stúdentspróf Bessastöðum 1843.

  Setti bú í Flatey 1844. Vígðist 1849 aðstoðarprestur föður síns. Fékk Helgafell 1860 og hélt til æviloka, sat fyrst á Þingvöllum, en fluttist síðar í Stykkishólm. Prófastur í Snæfellsnesprófastsdæmi frá 1875 til æviloka.

  Alþingismaður Snæfellinga 1853, 1855 og 1857 (varaþingmaður, kjörinn alþingismaður Snæfellinga 1852 var sr. Friðrik Eggerz), alþingismaður Barðstrendinga 1865 og 1867 (varaþingmaður), 1869–1885.

  Varaforseti efri deildar 1875–1877.

  Æviágripi síðast breytt 19. júní 2015.