Eiríkur Þorsteinsson

Eiríkur Þorsteinsson

Þingseta

Alþingismaður Vestur-Ísfirðinga 1952–1959 (Framsóknarflokkur).

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Grófarseli í Jökulsárhlíð 16. febrúar 1905, dáinn 8. maí 1976. Foreldrar: Þorsteinn Ólafsson (fæddur 4. júlí 1874, dáinn 4. október 1939) bóndi, síðar ökumaður á Seyðisfirði og kona hans Guðrún Jónína Arngrímsdóttir (fædd 19. ágúst 1877, dáin 1. júní 1931) saumakona. Tengdafaðir Ólafs Þ. Þórðarsonar alþingismanns. Maki (6. september 1932) Anna Guðmundsdóttir (fædd 23. apríl 1914, dáin 24. desember 1999) húsmóðir. Foreldrar: Guðmundur Vilhjálmsson og kona hans Herborg Friðriksdóttir, sonardóttir Erlends Gottskálkssonar alþingismanns. Börn: Jónína Herborg (1931), Kári (1935), Hulda (1938), Eiríkur (1941), Guðmundur (1944), Katrín (1946), Þórey (1949), Jón (1954).

Nam einn vetur í Gagnfræðaskólanum á Akureyri. Samvinnuskólapróf 1928.

Starfsmaður Kaupfélags Langnesinga á Þórshöfn 1928–1931. Kaupfélagsstjóri Kaupfélags Grímsnesinga að Minni-Borg 1931–1932. Kaupfélagsstjóri Kaupfélags Dýrfirðinga á Þingeyri 1932–1960 og jafnframt framkvæmdastjóri útgerðarfélaga þar. Starfsmaður Sambands íslenskra samvinnufélaga 1960–1972.

Oddviti Þingeyrarhrepps 1946–1950.

Alþingismaður Vestur-Ísfirðinga 1952–1959 (Framsóknarflokkur).

Æviágripi síðast breytt 12. september 2019.