Ágúst Bjarni Garðarsson

Ágúst Bjarni Garðarsson
  • Kjördæmi: Suðvesturkjördæmi
  • Þingflokkur: Framsóknarflokkur

Þingseta

Alþingismaður Suðvesturkjördæmis síðan 2021 (Framsóknarflokkur).

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 29. september 1987. Foreldrar: Garðar Smári Gunnarsson (fæddur 4. apríl 1959) lagerstjóri og Hafdís Abigael Gunnarsdóttir (fædd 18. október 1961) skólaritari. Maki: Áslaug María Jóhannsdóttir (fædd 28. maí 1990) kennari. Foreldrar: Jóhann Sigurðsson og Sigrún Erlendsdóttir. Börn: Hafsteinn Þór (2013) og Teitur (2018).

Stúdentspróf Flensborg 2007. BA-próf í stjórnmálafræði HÍ 2013. MPM-próf HR 2015.

Ýmis störf hjá Hafnarfjarðarbæ meðfram námi, m.a. æskulýðsstörf og stundakennsla. Verkefni hjá velferðarráðuneytinu 2014–2015. Tímabundið verkefni á skrifstofu utanríkisráðherra 2015. Aðstoðarmaður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2015–2016. Aðstoðarmaður forsætisráðherra 2016–2017. Skrifstofustjóri þingflokks Framsóknarflokksins 2017. Aðstoðarmaður samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra 2017–2018.

Bæjarfulltrúi í Hafnarfirði 2018–2022, formaður bæjarráðs 2018–2022, í hafnarstjórn 2018–2021, í skipulags- og byggingarráði 2018–2022, í stjórn Sorpu bs. 2018–2021. Formaður byggðamálaráðs, skipaður af ráðherra, 2018–2022. Formaður Sambands ungra framsóknarmanna 2015–2016.

Alþingismaður Suðvesturkjördæmis síðan 2021 (Framsóknarflokkur).

Efnahags- og viðskiptanefnd 2021–, framtíðarnefnd 2021–, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 2023–.

Íslandsdeild þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu 2021–2023.

Æviágripi síðast breytt 3. október 2023.

Áskriftir