Finnur Torfi Stefánsson

Finnur Torfi Stefánsson

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður (Norðurlands vestra) 1978–1979 (Alþýðuflokkur).

Landskjörinn varaþingmaður (Norðurlands vestra) nóvember 1981.

Æviágrip

Fæddur á Akranesi 20. mars 1947. Foreldrar: Stefán Gunnlaugsson (fæddur 16. desember 1925) skrifstofustjóri og alþingismaður og Gróa Margrét Kristín Finnsdóttir (fædd 24. september 1924, dáin 10. maí 2004) húsmóðir. Hálfbróðir Guðmundar Árna alþingismanns og ráðherra og Gunnlaugs alþingismanns Stefánssona. Maki (15. maí 1970): Edda Þórarinsdóttir (fædd 11. nóvember 1945) leikkona. Þau skildu. Foreldrar: Þórarinn Guðnason og kona hans Sigríður Theodórsdóttir. Sonur: Fróði (1975). Dóttir Finns og Guðbjargar Jóhannesdóttur: Gróa Margrét (1966). Sonur Finns og Guðnýjar Sigríðar Sigurbjörnsdóttur: Jens (1970). Dóttir Finns og Sigfríðar Björnsdóttur: Herdís Steinunn (1992).

Stúdentspróf MR 1967. Lögfræðipróf HÍ 1972. Hdl. 1974. Próf í stjórnmálafræði Manchester-háskóla 1974. BA-próf Tónlistarskólanum í Reykjavík 1986. MA-próf í tónfræði Kaliforníu-háskóla, Los Angeles 1989. Framhaldsnám í tónsmíðum í San Diego 1990. Atvinnuflugmannspróf 1980.

Lögfræðistörf á eigin vegum 1974–1978. Umboðsfulltrúi hjá dómsmálaráðuneyti 1980–1982. Lögfræðingur Félags íslenskra hljómlistarmanna 1982–1985. Kennari við Tónlistarskólann í Reykjavík frá 1990 jafnframt öðrum tónlistarstörfum.Íslandsmeistari í siglingum 1974 og formaður Siglingasambands Íslands 1976. Í orkuráði 1979–1983. Sat þing Alþjóðaþingmannasambandsins 1978.

Landskjörinn alþingismaður (Norðurlands vestra) 1978–1979 (Alþýðuflokkur).

Landskjörinn varaþingmaður (Norðurlands vestra) nóvember 1981.

Hefur samið tónverk af ýmsu tagi, óperu, hljómsveitarverk og fjölda kammerverka.

Æviágripi síðast breytt 8. apríl 2016.