Friðrik Stefánsson

Friðrik Stefánsson

Þingseta

Alþingismaður Skagfirðinga 1878–1892.

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur á Ríp í Hegranesi 31. ágúst 1840, dáinn 9. mars 1917. Foreldrar: Stefán Gíslason (fæddur 3. desember 1806, dáinn 17. maí 1879) síðar bóndi í Hofstaðaseli og kona hans Sigurbjörg Jónsdóttir (fædd 1813, dáin 26. maí 1882) húsmóðir. Maki 1 (6. nóvember 1862): Guðríður Gísladóttir (fædd 8. febrúar 1839, dáin 17. nóvember 1918) húsmóðir. Þau skildu. Foreldrar: Gísli Ólafsson og kona hans Rannveig Sigfúsdóttir. Maki 2 (12. október 1878): Hallfríður Björnsdóttir (fædd 22. apríl 1858, dáin 20. mars 1949) húsmóðir. Foreldrar: Björn Þórðarson og Anna Bjarnadóttir. Börn Friðriks og Guðríðar: Sigurbjörg (1862), Friðrik (1869). Börn Friðriks og Hallfríðar: Anna (1879), Sigríður (1881), Björn (1885), Stefanía (1891).

  Vann að búi móður sinnar frá því að hann hafði aldur til. Bóndi í Ytra-Vallholti í Vallhólmi 1863–1881, í Húsey 1881–1885, að Skálá í Sléttuhlíð 1885–1899 og í Málmey 1899–1910. Brá þá búi og fluttist ásamt konu sinni að Svaðastöðum til Önnu dóttur sinnar og átti þar heima til æviloka.

  Hreppstjóri Seyluhrepps 1870–1881 og oddviti Fellshrepps 1888–1897.

  Alþingismaður Skagfirðinga 1878–1892.

  Æviágripi síðast breytt 26. júní 2015.