Gísli S. Einarsson

Gísli S. Einarsson

Þingseta

Alþingismaður Vesturlands 1993–2003 (Alþýðuflokkur, þingflokkur jafnaðarmanna, Samfylkingin).

Varaþingmaður Vesturlands desember 1991.

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Súðavík í Norður-Ísafjarðarsýslu 12. desember 1945. Foreldrar: Einar Kristinn Gíslason (fæddur 19. febrúar 1921, dáinn 1. október 1979) skipstjóri og kona hans Elísabet Sveinbjörnsdóttir (fædd 4. október 1917, dáin 24. janúar 1995) ljósmóðir. Maki (12. desember 1964): Ólöf Edda Guðmundsdóttir (fædd 9. júlí 1946) húsmóðir. Foreldrar: Guðmundur Jónsson og kona hans Ólöf Eggertsdóttir. Börn: Einar Kristinn (1964), Ólafur Þór (1965), Erla Björk (1983).

Gagnfræðaskólapróf 1962. Vélvirkjapróf frá Iðnskóla Akraness 1968. Nám í sementsvélaviðhaldi hjá Ålborg Portland í Danmörku 1976–1977. Vélstjórapróf frá Fjölbrautaskólanum á Akranesi 1982. Skipstjórnarréttindi (30 tn) 1989.

Verkamaður hjá Sementsverksmiðju ríkisins 1963, vélvirkjanemi og vélvirki þar 1964–1976. Vélvirki hjá Ålborg Portland í Danmörku 1977–1978. Yfirverkstjóri hjá Sementsverksmiðju ríkisins 1979–1992, við tölvustýrt vélaviðhald þar 1992–1993.

Bæjarfulltrúi á Akranesi 1986–1993, formaður bæjarráðs 1990, forseti bæjarstjórnar 1991–1992. Sat þing Alþjóðaþingmannasambandsins 1995.

Alþingismaður Vesturlands 1993–2003 (Alþýðuflokkur, þingflokkur jafnaðarmanna, Samfylkingin).

Varaþingmaður Vesturlands desember 1991.

Allsherjarnefnd 1993–1994, félagsmálanefnd 1993–1995 (formaður 1994–1995), iðnaðarnefnd 1993–1995 og 1997–1999, landbúnaðarnefnd 1993–1995, fjárlaganefnd 1995–2003, umhverfisnefnd 1995–1998.

Íslandsdeild þingmannanefndar EFTA/EES 1993–1995, Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 1999–2003.

Æviágripi síðast breytt 13. september 2019.

Áskriftir