Alfreð Gíslason

Alfreð Gíslason

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður (Reykvíkinga) 1956–1959, alþingismaður Reykvíkinga 1959–1967 (Alþýðubandalag).

2. varaforseti efri deildar 1956–1959.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 12. desember 1905, dáinn 13. október 1990. Foreldrar: Alfreð Jensen, danskur sjómaður (lýstur faðir), og Sigríður Brynjólfsdóttir (fædd 6. júní 1881, dáin 17. janúar 1971). Kjörforeldrar: Gísli Gíslason (fæddur 22. júní 1868, dáinn 24. apríl 1952) sjómaður og kona hans Guðrún Þorsteinsdóttir (fædd 5. september 1873, dáin 25. nóvember 1959) húsmóðir. Maki (9. október 1932): Sigríður Þorsteinsdóttir (fædd 10. nóvember 1912, dáin 4. ágúst 1969) húsmóðir. Foreldrar: Þorsteinn Einarsson og kona hans Ragnhildur Benediktsdóttir. Börn: Jón Hilmar (1937), Ragnhildur (1942), Guðrún (1949).

Stúdentspróf MR 1926. Læknisfræðipróf HÍ 1932. Framhaldsnám á sjúkrahúsum í Danmörku 1932–1936. Viðurkenndur sérfræðingur í tauga- og geðsjúkdómum 1936.

Starfandi læknir í Reykjavík frá 1936. Eftirlitslæknir við hressingarheimilið í Kumbaravogi 1943–1945. Geðlæknir við Elliheimilið Grund í Reykjavík frá 1953 og starfaði að áfengisvörnum við Heilsuverndarstöð Reykjavíkur frá sama tíma.

Í stjórn Krabbameinsfélags Reykjavíkur frá stofnun þess 1949, formaður þess 1952–1959, og í stjórn Krabbameinsfélags Íslands frá stofnun þess 1951–1959. Í bæjar- og síðar borgarstjórn Reykjavíkur 1954–1966. Formaður Málfundafélags jafnaðarmanna frá stofnun þess 1954. Kosinn 1954 í milliþinganefnd í heilbrigðismálum, 1959 í milliþinganefnd til að athuga starfsskilyrði aldraðs fólks og 1964 í áfengismálanefnd. Í tryggingaráði 1971–1974. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1971 og 1972. Skipaður í heilbrigðisráð Íslands 3. janúar 1974.

Landskjörinn alþingismaður (Reykvíkinga) 1956–1959, alþingismaður Reykvíkinga 1959–1967 (Alþýðubandalag).

2. varaforseti efri deildar 1956–1959.

Ritstjóri: Landsýn, blað vinstrimanna (1954–1955).

Æviágripi síðast breytt 25. október 2018.

Áskriftir